Viltu upplifa vellíðan og verja þig og þína gegn veikindum?

Við hjá Heilsuheilræðum ehf. bjóðum faglega forvarnaþjónustu og getum aðstoðað þig við að efla heilbrigði miðað við þínar þarfir og lífsstíl.  Þú getur náð þeim árangri sem þú sækist eftir með að nota fræðslu- og skráningarkerfið til að skoða lífsvenjur og áhættuþætti, setja þér markmið og fylgja þinni heilsuáætlun, eitt skref í einu.

Þjónustan er veitt af heilbrigðisstarfsfólki sem býður heilsufarsmælingar, áhættugreiningu, ráðgjöf við setningu markmiða, gerð áætlunar og eftirfylgd.  Þú getur valið um að taka vef- eða staðarnámskeið til að læra meira því heilsufræðslan er veitt í kennslustofu eða gegnum vef heil.is með einkakennslu eða í hóp. Fræðslan er byggð á viðurkenndum upplýsingum og niðurstöðum  rannsókna í heilbrigðisvísindum sem sýnt hefur árangur hjá 99% þátttakenda. Það er mikilvægt að leggja daglega inn á heilsubankabókina sína til að ná andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan  með betri lífdögum til lengri tíma.

Gangi þér vel við að efla heilsuna!

 

3 markmið WHO heilsudagsins 7.april

Samkvæmt vefsíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO eru þjóðir heims beðnar í tilefni af alþjóðlegum heilsudegi 7.apríl 2016 að gera átak til að fyrirbyggja fjölgun  á tilfellum af sykursýki 2 (Diabetes) með að setja sér eftirfarandi þrjú markmið:

-Auka vitundavakningu um byrði og afleiðingar þessa alvarlega heilbrigðisvandamáls fyrir einstaklinga og samfélagið

-Skipuleggja og framkvæma  ákveðin skref til að fyrirbyggja sjúkdóminn til að draga úr þessum faraldri, greina hann á byrjunarstigi og meðhöndla þá sem greindir hafa verið

Vorhugur og daglegar venjur

Hefur þú huhleitt að setja þér heilsumarkmið en ekki komið því í verk? Vorið gefur mörg tækifæri til að gleðjast og efla hreysti um leið og maður nýtur útivistar. Gott er að byrja á því að athuga hvort það er eitthvað í daglegum lífsvenjum sem þig langar til að breyta. Hvernig væri að láta verða af því og setja markmið á blað sem gæti minnt þig á heilsuáætlunina þína? Heilsuheilræði vill auðvelda þér þetta ætlunarverk og hér getur þú smellt á eyðublað fyrir SMART markmið á vefnum okkar heil.is.

Nýtum hugarorkuna fyrir hreysti

Jákvæðar hugsanir, sjálfsvirðing og sjálfsefling eru áhrifaþættir á hvernig til tekst þegar manneskja setur sér heilsumarkmið. Nú þegar komið er fram í mars hafa sumir gefist upp við að ná áramóta-markmiðum sínum meðan aðrir halda ótrauðir áfram.  Jafnvel þó það komi bakslag á leiðinni og viðkomandi falli í gömul hjólför og missi fótana í nýrri heilsuáætlun er um að gera að „standa upp aftur“. Það þarf jafnvel að breyta um aðferðir sem virka betur til að ná markmiðum sínum.

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!