Viltu upplifa vellíðan og verja þig og þína gegn veikindum?

Við hjá Heilsuheilræðum ehf. bjóðum faglega forvarnaþjónustu og getum aðstoðað þig við að efla heilbrigði miðað við þínar þarfir og lífsstíl.  Þú getur náð þeim árangri sem þú sækist eftir með að nota fræðslu- og skráningarkerfið til að skoða lífsvenjur og áhættuþætti, setja þér markmið og fylgja þinni heilsuáætlun, eitt skref í einu.

Þjónustan er veitt af heilbrigðisstarfsfólki sem býður heilsufarsmælingar, áhættugreiningu, ráðgjöf við setningu markmiða, gerð áætlunar og eftirfylgd.  Þú getur valið um að taka vef- eða staðarnámskeið til að læra meira því heilsufræðslan er veitt í kennslustofu eða gegnum vef heil.is með einkakennslu eða í hóp. Fræðslan er byggð á viðurkenndum upplýsingum og niðurstöðum  rannsókna í heilbrigðisvísindum sem sýnt hefur árangur hjá 99% þátttakenda. Það er mikilvægt að leggja daglega inn á heilsubankabókina sína til að ná andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan  með betri lífdögum til lengri tíma.

Gangi þér vel við að efla heilsuna!

 

Heilsusamlegur matur fyrir alla

Sameinuðuþjóðirnar (UN) hafa hvatt til þess að þjóðir heims noti þann 16.október til að minna fólk á að vinna gegn hungri með að halda  "The World Food Day" síðan árið 1945. Markmiðið er að útrýma hungri í heiminum fyrir árið 2030.  Meðan sumir svelta eru aðrir að borða allt of mikið og talið er að við Íslendingar hendum meira end 30% af okkar matvælum. 

Nú er ráð að athuga hvernig  er hjá þér, borðar þú holla fæðu í hæfilegu magni og passar að nýta vel það sem þú kaupir inn?

 

 

Hvernig er andlega heilsan?

Líður þér vel í vinnunni? Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er 10.október og núna 2017 eru liðin 25 ár frá því að þessi dagur var tileinkaður geðheilbrigði til að auka vitundavakningu um mikilvægi geðverndar um allan heim. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO leggur til að áhersla þessa geðheilbrigðisdags sé á geðheilbrigði á vinnustað og að starfsmenn upplifi vellíðan í vinnunni.

Ert þú vakandi fyrir því hvernig þér líður og veist þú hvers vegna þér líður þannig? 

 

Forvarnir gegn brjostakrabbameini

Það má gera ýmislegt til að fyrirbyggja að fá brjóstakrabbamein sem er algengasta krabbamein hjá íslenskum konum. Það er til dæmis eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á byrjunarstigi með sjálfsskoðun þar sem brjóst eru mjúk líffæri er oft hægt að finna fyrirferðaraukningu í þeim snemma. Konur eru hvattar til að fara reglulega í hópleit þar sem brjóstamyndataka er framkvæmd (40-69 ára). Lífshorfur þeirra sem greinast hafa batnað verulega undanfarin ár.

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!