Viltu upplifa vellíðan og verja þig og þína gegn veikindum?

Við hjá Heilsuheilræðum ehf. bjóðum faglega forvarnaþjónustu og getum aðstoðað þig við að efla heilbrigði miðað við þínar þarfir og lífsstíl.  Þú getur náð þeim árangri sem þú sækist eftir með að nota fræðslu- og skráningarkerfið til að skoða lífsvenjur og áhættuþætti, setja þér markmið og fylgja þinni heilsuáætlun, eitt skref í einu.

Þjónustan er veitt af heilbrigðisstarfsfólki sem býður heilsufarsmælingar, áhættugreiningu, ráðgjöf við setningu markmiða, gerð áætlunar og eftirfylgd.  Þú getur valið um að taka vef- eða staðarnámskeið til að læra meira því heilsufræðslan er veitt í kennslustofu eða gegnum vef heil.is með einkakennslu eða í hóp. Fræðslan er byggð á viðurkenndum upplýsingum og niðurstöðum  rannsókna í heilbrigðisvísindum sem sýnt hefur árangur hjá 99% þátttakenda. Það er mikilvægt að leggja daglega inn á heilsubankabókina sína til að ná andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan  með betri lífdögum til lengri tíma.

Gangi þér vel við að efla heilsuna!

 

Forvarnir gegn sykursyki 2

Alþjóðadagur sykursjúkra er 14.nóvember

Hollar daglegar venjur efla vellidan

Hefur þú sett þín heilsumarkmið fyrir veturinn á blað? Skammdegið og vetrarmyrkur getur valdið þyngslum hjá sumum og því er um að gera að setja eitthvað skemmtilegt á stundaskránna,  gleðjast og efla hreysti. Jafnframt er gott að athuga hvort það er eitthvað í daglegum lífsvenjum sem þig langar til að breyta (muna líka eftir félagslegri virkni og geðrækt). Heilsusamlegt líf með hollum venjum ásamt meðalhófi hefur reynst flestum betur en einhverjir kúrar eða átaksverkefni.

Betri beinheilsa!

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!