Heilsufræðsla

Áhrif umhverfis á heilsu

Hreint umhverfi er nauðsynlegt fyrir heilsu manna og velferð. Tengsl milli umhverfis og heilsu manna eru mjög flókin og erfitt að meta orsakir og afleiðingar. Þekkustu heilsuáhrifin eru tengd:

  • Loftmengun
  • Vatnsmengun
  • Hljóðmengun
  • Efnamengun
  • Ófullnægjandi hreinlætisaðgerðum

Eitt af umhverfismarkmiðum í rannsóknaáætlun Evrópusambandsins er sjálfbær nýting á náttúrulegum og manngerðum auðlindum. Til dæmis með því að auka þekkingu á samspili veðurfars, lífheims, vistkerfis og mannlegra framkvæmda með þróun á nýrri vistvænni tækni. Það eru margar mengunaráhættur og vaxandi umræður eru um heilsuáhrif af:

  • Loftlagsbreytingum
  • Eyðingu á heiðhvolfi ósonlagsins
  • Tap á líffræðilegum fjölbreytileika
  • Landniðurbrot

Aðrir umhverfisþættir sem taka þarf tillit til vegna heilsunnar eru hávaði og titringur, vatnsmengun, neikvæð áhrif á gróður og dýralíf (fæðuöflun) og loftmengun. Auk sjónrænna áhrifa tengjast umhverfisþættir umhverfisraski, námu- og haugsvæðum, úrgangi, notkun spilliefna og annarra hættulegra efna, skorti á verndun landslagsheilda og menningarminja svo nokkuð sé nefnt.

Vestrænn lífsstíll í borgum hefur í för með sér loftmengun og hávaða sem eru tveir helstu mengunarþættir fyrir heilsuna. Það eru einkum tvö form loftmengunar sem ógna heilsu, það er fínt ryk (<2,5 mikrometra) og hins vegar köfnunarefnisoxíð og tengd ósonmengun.

Staðbundin loftmengun er til dæmis agnir sem losaðar eru beint út í andrúmsloftið. Staðbundin ósonmengun tengist háum styrk köfnunarefnisoxíða á staðnum og háum lofthita. Svæðisbundin loftmengun eru þær agnir sem myndast í andrúmsloftinu og geta borist langt að um loftið.

Vatn á Íslandi er mjög gott og finnst víðast hvar í svo gott sem náttúrulegu ástandi. Mengun vatns er ekki stórt vandamál hér nema á afmörkuðum stöðum vegna staðbundinnar mengunar.

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!