Heilsufræðsla

Hvernig er hægt að bæta og halda góðri heilsu?

Með fjölmennum langtíma rannsóknum koma fram ýmsir áhrifaþættir lífsstíls sem eflir eða hindrar gott heilsufar. Rannsakendur velja heilbrigt fólk af handahófi og safna upplýsingum um lífsstíl þess og athuga áhrifaþætti á heilsufar. Þátttakendum er fylgt eftir í mörg ár til að sjá hverjir lifðu lengst og hvað hafði áhrif á þá sem létust með ótímabærum dauðdaga. Þannig er hægt að skoða áhrifaþætti og spá fyrir um lífslíkur fólks miðað við lífsstíl þess. Niðurstöður þessara rannsókna sýna að eftirtalin sjö atriði hafa mest forspárgildi fyrir bæði lengd og gæði lífs:sofandi

  • Fá nægan svefn og hvíld (7-8 klst/dag)
  • Fá næga hreyfingu (30-60 mín/dag)
  • Borða hollt fæði í hæfilegu magni (Velja góða fitugjafa, mat úr jurtaríki, grófmeti, forðast   dýrafitu og sætmeti/drykki )
  • Borða daglegan morgunverð
  • Ná og viðhalda kjörþyngd
  • Hafa stuðningskerfi og andlegt jafnvægi
  • Vera laus við fíkn og ávanabindingu efna

(Heimild: Belloc og Breslow, 1972)

 

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!