Heilsukorn

Heilsusamlegur matur fyrir alla

Sameinuðuþjóðirnar (UN) hafa hvatt til þess að þjóðir heims noti þann 16.október til að minna fólk á að vinna gegn hungri með að halda  "The World Food Day" síðan árið 1945. Markmiðið er að útrýma hungri í heiminum fyrir árið 2030.  Meðan sumir svelta eru aðrir að borða allt of mikið og talið er að við Íslendingar hendum meira end 30% af okkar matvælum. 

Nú er ráð að athuga hvernig  er hjá þér, borðar þú holla fæðu í hæfilegu magni og passar að nýta vel það sem þú kaupir inn?

 

 

Hvernig er andlega heilsan?

Líður þér vel í vinnunni? Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er 10.október og núna 2017 eru liðin 25 ár frá því að þessi dagur var tileinkaður geðheilbrigði til að auka vitundavakningu um mikilvægi geðverndar um allan heim. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO leggur til að áhersla þessa geðheilbrigðisdags sé á geðheilbrigði á vinnustað og að starfsmenn upplifi vellíðan í vinnunni.

Ert þú vakandi fyrir því hvernig þér líður og veist þú hvers vegna þér líður þannig? 

 

Forvarnir gegn brjostakrabbameini

Það má gera ýmislegt til að fyrirbyggja að fá brjóstakrabbamein sem er algengasta krabbamein hjá íslenskum konum. Það er til dæmis eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á byrjunarstigi með sjálfsskoðun þar sem brjóst eru mjúk líffæri er oft hægt að finna fyrirferðaraukningu í þeim snemma. Konur eru hvattar til að fara reglulega í hópleit þar sem brjóstamyndataka er framkvæmd (40-69 ára). Lífshorfur þeirra sem greinast hafa batnað verulega undanfarin ár.

Aukum hreysti og verndum okkur gegn haustpestum

Það er hægt að efla mótstöðu líkamans, auka hreysti og draga úr smithættu. Rannsóknir sína góðan árangur hjá þeim sem að velja heilbrigt líf:

Krabbamein og karlmenn

Marsmánuður minnir okkur sérstaklega á að vera vakandi varðandi krabbamein. Það er nauðsynlegt að þekkja áhættuþætti í sínum daglegu venjum til að forðast langvarandi veikindi og rannsóknir hafa leitt í ljós að það er hægt að fyrirbyggja sum krabbamein. Umfjöllun í tengslum við MOTTUMARS er af hinu góða og hafa karlmenn verið minntir á að sinna sínu heilbrigðiseftirliti og láta nú verða að því að gera það sem þeir telja nauðsynlegt til að efla sína heilsu.

Eflum varnir likamans

Veljum vellíðan og eflum hreysti með hollum lífsvenjum um leið og við njótum hvers dags. Þitt líf og  þín heilsa er þín ábyrgð og það þarf hvorki að taka langan tíma né mikla peninga en skilar arði til framtíðar.  Hér koma nokkur atriði sem vert er að hafa í huga til að auka mótstöðu gegn sýkingum og bæta líðan.

Munum rautt a morgun og hugsum vel um okkar hjarta

Febrúar er hjartamánuðurinn þar sem lögð er áhersla á að vekja okkur öll til umhugsunar um mikilvægi þess að fyrirbyggja hjartaáfalla. Febrúar er líka Meistaramánuður og upplagt að setja sér markmið varðandi hjartaheilsu. Árið 2009 fór Ísland í samstarf með alþjóða hjartasamtökunum og GoRed verkefninu með megináherslu á konur og hjartasjúkdóma.

Veljum heilbrigt liferni

Aðventan getur verið yndislegt tímabil, en aðstæður eru misjafnar og margt sem getur dregið úr gleðinni.  Til dæmis er streita að plaga marga, myrkur, þreyta, svefnleysi, kvíði og freistingar í fæðu sem er ofgnótt af á þessum tíma. Nú er um að gera að athuga hvort það er eitthvað í daglegum lífsvenjum sem þig langar til að breyta og setja þér markmið fyrir árið 2017. Rannsóknir hafa sýnt að matarkúrar skila sjaldnast árangri til lengri tíma.

Viska til varnar sykursyki 2

Þekkir þú áhættuþætti sykursýki 2 og veistu hvernig þú getur fyrirbyggt eða stöðvað veikindaferli áður en það er orðið of seint?

Hvað er sykursýki og hver er orsök sykursýki 2?

Munum eflingu andlegrar heilsu og umhyggju

Í dag 10.október er Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn haldinn hátíðlegur til að fræða okkur um og vekja athygli á geðheilbrigðismálum. Lögð er áhersla á að uppræta fordóma, láta sig varða um náungann og hvetja fólk til að sýna hvert öðru virðingu.

Pages

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!