Heilsukorn

Eflum hreysti hjartans

Alþjóðlegi hjartadagurinn er 29. september og í ár er lögð áhersla á að vekja fólk til meðvitundar um að halda hjarta sínu heilbrigðu því góð hjartaheilsa er lykill að heilbrigði. 

- Þekkir þú áhættuþætti eða lífsvenjur sem geta skaðað hjartaheilsu? (Veistu hver blóðþrýstingurinn er hjá þér og hvað það þýðir?)

- Gefur þú hjartanu þá næringu sem hentar því best (holl næring fyrir hjartað sem þú neytir reglulega yfir daginn í hæfilegu magni)?

- Fær hjartað þitt hæfilegt álag og hreyfingu til að viðhalda hjartaheilsu og auka þrótt (hreyfa sig í amk. 30-60 mín á dag)?

- Elskar þú hjartað þitt nóg til að veita því stuðning til að vinna sitt verk FYRIR ÞIG og þitt heilsufar?

Þú hefur líf þitt að miklu leiti í þínum höndum og getur fyrirbyggt að veikjast í mörgum tilfellum. Það er gott að staldra við og athuga hvað þú vilt gera til að efla heilsu hjartans og upplifa vellíðan til lengri tíma.

Hér eru upplýsingar fyrir heimsbyggðina á hjartavefnum http://worldheartday.org/

 

Hér er fræðsla um hjartaheilsu frá Heilsuheilræði ehf á heil.is

 

Ef þú ert ekki viss um hersu vel þú hugsar um hjartað gætir þú byrjað á því að gera sjálfsathugun varðandi áhættuþætti.  Einnig eru

upplýsingar um hjartaheilsu á íslesku á hjarta.is og þar er áhættureiknir, þar getur þú svarað spurningum til að athuga hjartaheilsu þína.

Gangi þér vel að efla hjartaheilsu og ef þú vilt fá faglega aðstoð er velkomið að senda póst á heil@heil.is til að fá persónulega ráðgjöf og netfræðslupakka um hjartaheilsu.

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!