Heilsukorn

Forvarnir gegn brjostakrabbameini

Það má gera ýmislegt til að fyrirbyggja að fá brjóstakrabbamein sem er algengasta krabbamein hjá íslenskum konum. Það er til dæmis eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á byrjunarstigi með sjálfsskoðun þar sem brjóst eru mjúk líffæri er oft hægt að finna fyrirferðaraukningu í þeim snemma. Konur eru hvattar til að fara reglulega í hópleit þar sem brjóstamyndataka er framkvæmd (40-69 ára). Lífshorfur þeirra sem greinast hafa batnað verulega undanfarin ár. Karlar geta fengið brjóstakrabbamein en um 1 karl greinist á móti hverjum 100 konum. Hér má skoða leiðbeiningar um hvernig best er að gera sjálfsleit á brjóstum. 

Með að velja að lifa heilbrigðu lífi og viðhafa hollar daglegar venjur eykur þú mótstöðu og styrkir ónæmiskerfi líkamans.  Þó að rannsóknir hafi sýnt að algengi brjóstakrabbameins sé meira í ákveðnum fjölskyldum er ýmislegt hægt að gera til að draga úr áhættu á að fá sjúkdóminn. Til dæmis með að halda sér í heilbrigðri þyngd, auka hreyfingu, forðast tóbaksreykingar og áfenga drykki, sömuleiðis að virða líkamsklukkuna og passa upp á að fá nægan og reglulegan svefn.

Forvarnir og einkenni:

Sjálfsskoðun (t.d. í fyrstu sturtu hvers mánaðar) og fara í reglulegt eftirlit. Hnútur eða fyrirferð í brjósti, oft harður eða þéttur og sjaldan aumur. Flestir hnútar í konum á frjósemisaldri eru góðkynja en þeir afmarkast þá oft vel og eru hreyfanlegir undir fingrum. 

Þreyfing eitla. Hnútur í handarkrika getur verið merki um meinvarp en algengt er að litlir eðlilegir eitlar þreifist hjá grannholda konum.

Þreyfa húð og skoða greirvörtur.  Inndregin húð/geirvarta, blóðug eða glær útferð frá geirvörtu. Ef geirvarta hefur verið inndregin frá kynþroska er það eðlilegt ástand. Geirvörtur geta einnig dregist inn vegna aldurstengdra breytinga en alltaf er rétt að láta lækni meta slíkt. Blóðug eða glær útferð frá geirvörtu getur verið merki um sjúkdóminn eða af saklausum toga. Dökkbrúnleit, gulleit og grænleit útferð er saklaus.  Exemlíkar breytingar á geirvörtu eða sár sem ekki grær þarf að skoðast af lækni. 

Vera vakandi fyrir verkjum. Í einstaka tilfellum geta verkir verið fyrsta einkenni brjóstakrabbameins en þá getur einnig verið um tilviljun að ræða. Verkir og eymsli í brjóstum eru mjög algeng einkenni og oftast af saklausum toga eins og vegna áhrifa kvenhormóna. Önnur algeng orsök verkja eru frá stoðkerfinu. Það geta komið fram stingir eða verkir frá vöðvunum sem liggja frá síðunni, undir brjóstinu, bakinu og öxlinni. Millirifjagigt er einnig ein orök verkja en þeir verkir koma frá litlu vöðvunum milli rifbeinanna. Þessir verkir geta verið mjög sárir.

 

Hér má sjá myndband Krabbameinsfélagsins um orsakir, einkenni, greiningu og meðferð brjóstakrabbameins

 

Heimildir: Krabbameinsfélag Íslands, krabb.is

https://www.krabb.is/media/baeklingar/2009Sjalfsskodunbrjosta.pdf

https://www.krabb.is/fraedsla-forvarnir/vefvarp/fraedslumyndband-um

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!