Heilsukorn

Munum eftir vitundarvakningu MOTTUMARS

Mottumars gefur okkur frábært tækifæri til að hvetja karla til að skoða eigin heilsu.  Það væri nú gott að nota það til að auka þekkinguna og víkka út heilsu meðvitundina út fyrir krabbamein í blöðruhálsi og  eistum, því krabbamein í ristli og lungum minnka lífslíkur verulega hjá körlum samkvæmt niðurstöðum Krabbameinsskrár Íslands.

GO RED dagurinn. Hjartavernd kvenna

Samkvæmt framtíðarspá um sjúkdóma í vestrænum löndum er áætlað að önnur hver kona eigi eftir að upplifa vandamál tengd hjartaheilsu. Tökum höndum saman og fyrirbyggjum að þessi spá rætist með að þekkja áhættuþætti og einkenni hjartasjúkdóma.  Aukum heilsulæsi og verum vakandi vegna einkenna því stundum eru þau vanmetin. Lifum heilsusamlegu lífi til að vernda hjartað og upplifa vellíðan til lengri tíma. 

Hjartasjúkdómar draga fleiri konur til dauða en allar tegundir krabbameina samanlagt. Í dag eru til meðferðarúrræði sem gætu dregið úr eða fyrirbyggt alvarlegar skemmdir af völdum algengustu orsaka slags ef þú færð hjálp STRAX – eða mjög fljótlega.  

Krabbamein snertir alla einhvern veginn!

4. febrúar er alþjóðlegur dagur þar sem allir hjálpast að til  forvarna og stuðnings gegn krabbameinum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) setur fram ógnandi tölur um fjölgun krabbameina í heiminum í skýrslunni World Cancer Report, 2014 (hér má sjá samantekt á upplýsingum). Að öllu óbreyttu mun fjöldi krabbameinssjúklinga í heiminum aukast um 70%  í heiminum frá árinu 2012 til 2032. Það eru aðeins 5% -8% af krabbameinstilfellum sem orsakast af völdum erfða1.

Heilsueflandi daglegar venjur 2018

                Gleðilegt nýtt ár og við hjá Heilsuheilræðum ehf. þökkum fyrir árið sem er að kveðja.

Margir hafa þann sið að setja sér markmið eða áramótaheit á þessum tímapunkti, en hversu langt fram á árið tókst þér að framfylgja þínu markmiði á þessu ári sem nú er að ljúka?               

Það hefur komið fram í athugunum að hjá 80% af þeim sem setja sér áramótaheit hafi þau gufað upp í fyrstu viku febrúar.

Efnisinnihald (orku)drykkja og heilsufar

Veistu hvaða efni eru í drykknum þínum?  Það er um að gera að lesa á dósina/flöskuna, athuga efnisinnihaldið og leggja sig fram við að skilja hvernig efnin virka á heilsufar til lengri tíma.

Orðið „orkudrykkir“ og innihhald

Forvarnir gegn sykursyki 2

Alþjóðadagur sykursjúkra er 14.nóvember

Hollar daglegar venjur efla vellidan

Hefur þú sett þín heilsumarkmið fyrir veturinn á blað? Skammdegið og vetrarmyrkur getur valdið þyngslum hjá sumum og því er um að gera að setja eitthvað skemmtilegt á stundaskránna,  gleðjast og efla hreysti. Jafnframt er gott að athuga hvort það er eitthvað í daglegum lífsvenjum sem þig langar til að breyta (muna líka eftir félagslegri virkni og geðrækt). Heilsusamlegt líf með hollum venjum ásamt meðalhófi hefur reynst flestum betur en einhverjir kúrar eða átaksverkefni.

Betri beinheilsa!

Heilsusamlegur matur fyrir alla

Sameinuðuþjóðirnar (UN) hafa hvatt til þess að þjóðir heims noti þann 16.október til að minna fólk á að vinna gegn hungri með að halda  "The World Food Day" síðan árið 1945. Markmiðið er að útrýma hungri í heiminum fyrir árið 2030.  Meðan sumir svelta eru aðrir að borða allt of mikið og talið er að við Íslendingar hendum meira end 30% af okkar matvælum. 

Nú er ráð að athuga hvernig  er hjá þér, borðar þú holla fæðu í hæfilegu magni og passar að nýta vel það sem þú kaupir inn?

 

 

Pages

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!