Heilsukorn

Krabbamein og karlmenn

Marsmánuður minnir okkur sérstaklega á að vera vakandi varðandi krabbamein. Það er nauðsynlegt að þekkja áhættuþætti í sínum daglegu venjum til að forðast langvarandi veikindi og rannsóknir hafa leitt í ljós að það er hægt að fyrirbyggja sum krabbamein. Umfjöllun í tengslum við MOTTUMARS er af hinu góða og hafa karlmenn verið minntir á að sinna sínu heilbrigðiseftirliti og láta nú verða að því að gera það sem þeir telja nauðsynlegt til að efla sína heilsu.

Hér er smá samantekt um notkun munn- og nef tóbaks sem fer vaxandi meðal ungra karlmanna. Á Íslandi er bannað með lögum að flytja inn, framleiða og selja fínkornótt neftóbak og allt munntóbak að undanskildu skrotóbaki. Lögin tóku gildi 1. febrúar 1997 og voru sett til að bregðast við tilskipun frá Evrópusambandinu sem gerði aðildarríkjunum skylt að banna munntóbak þó notkun fari vaxandi.

Í talnabrunni landlæknis kemur fram að dagleg notkun munntóbaks er breytileg eftir aldri en hún hefur aukist um 8% hjá yngsta aldurshópi karla (18-24 ára), eða úr 15% árið 2012 upp í 23% árið 2015. Sömuleiðis hefur tíðni daglegrar neyslu tóbaks í nef farið vaxandi eða úr 1,9% árið 2012 í 3,4% árið 2015 og dreifist sú aukning nokkuð jafnt á aldurshópana 18–44 ára. Tíðni daglegrar notkunar á tóbaki í nef er um og yfir 10% hjá þessum aldurshópum.

Þekkir þú afleiðingar af notkun munntóbaks?

  • Það eru 28 krabbameinsvaldandi efni í munntóbaki sem dreifast með blóðinu um líkamann (og fara yfir fylgju fósturs sem getur haft skaðleg áhrif á ófætt barn).
  • Nikótín er eitt af þessum efnum en það minnkar boðskipti milli taugafruma svo að eftir því sem taugakerfið aðlagast nikótini eykst þörfin til að nota meira af því sem leiðir til aukins magns nikótíns í blóðinu.
  • Það tekur 3-4 daga fyrir líkamann að losa sig við efnin eftir notkun. Fljótlega eftir að viðkomandi hættir að nota munntóbak fellur nikótin í blóðinu og óþægilegar tilfinningar koma fram eins og pirringur og skapstyggð vegna þolmyndunar (nota þarf meira tóbak til að ná fram sömu áhrifum og í upphafi).
  • Munntóbak eykur hættu á hjartaáföllum (hækkar blóðþrýsting, eykur hjartslátt og álag á hjartað)
  • Munntóbak eykur hættu á krabbameini í munnholi, vélinda og brisi (afar slæmar lífshorfur).

 

Best er að byrja ekki að nota tóbak.

Ef þú ert að nota munntóbak og hefur ákveðið að hætta því þá eru hér nokkur heilsuheilræði.

Góður undirbúningur leiðir til betri árangurs þegar ákveðið er að breyta um lífshætti.

• Láta lengri tíma líða milli þess að fá sér skammt og æfa sig í að hafa ekkert undir vörinni.

• Skilja dósina eftir heima, þegar farið er að heiman í stuttan tíma, eða setja dósina á stað þar sem erfitt er að ná í hana.

• Venja sig á að drekka mikið vatn

Þeir sem notað hafa mikið munntóbak og hætta notkuninni snögglega finna oft fyrir miklum fráhvarfseinkennumen en aðrir hafa minna ftrur því. Takmarkaðar vísindalegar rannsóknir eru til um það að losna undan munntóbaksfíkn en í stórum dráttum gilda þar sömu lögmál og um að hætta að reykja. Helstu einkenni fráhvarfs geta verið pirringur, eirðarleysi, árásarhneigð, skapstyggð, einbeitingarskortur, þreyta, svefnerfiðleikar, mikil nikótínþörf, hægari hjartsláttur, aukin matarlyst og þyngdaraukning. Flest óþægindin hverfa þó innan mánaðar.

Hér má lesa meira um neftóbak áhrif og leiðbeiningar.

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!