Heilsukorn

Munum eflingu andlegrar heilsu og umhyggju

Í dag 10.október er Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn haldinn hátíðlegur til að fræða okkur um og vekja athygli á geðheilbrigðismálum. Lögð er áhersla á að uppræta fordóma, láta sig varða um náungann og hvetja fólk til að sýna hvert öðru virðingu.

Geðheilbrigðismál hafa farið halloka hérlendis og ákveðin þöggun er varðandi geðsjúkdóma vegna fordóma sem hafa verið ríkjandi í samfélaginu. Þú lesandi góður getur haft áhrif á þetta ástand með að fræðast um geðheilbrigðismál, sýna jákvæðni og umhyggju.  Við getum snúið vörn í sókn og aukið virðingu andlegrar heilsu sem er órjúfanlegur hluti af góðri heilsu svo hægt sé að upplifa vellíðan.

Þunglyndi er einn algengasti sjúkdómur sem hrjáir fólk í hinum vestræna heimi og er þar af leiðandi eitt stærsta verkefni sem hvert samfélag stendur frammi fyrir (hér eru upplýsingar um Depression frá WHO).

Ísland á met í notkun svefn- og geðlyfja en lyfjagjafir sem eina meðferð hefur sjaldan sýnt þann árangur sem vonast er eftir. Byrði samfélagsins, einstaklinga og fjölskyldna þeirra vegna geðrænna veikinda er gífurleg og hefur farið vaxandi.  Tölurnar sýna vel nauðsyn þess að við gerum betur í þessum málaflokki. Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út mikið efni um geðheilbrigðismál t.d. um hversu mörg góð æviár tapast vegna mismunandi sjúkdóma.

Nú er ráð að staldra við og meta eigin geðheilsu og opna augun fyrir líðan fjölskyldumeðlima til að vinna gegn kvíða, depurð og draga úr eða meðhöndla streitu svo nokkuð sé nefnt. Hér má sjá nokkur atriði sem gott er að setja inn í daglegar venjur til að efla geðheilbrigði og upplifa vellíðan.
 

Geðorðin 10

1. Hugsaðu jákvætt, það er léttara

2. Hlúðu að því/þeim sem þér þykir vænt um

3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir

4. Lærðu af mistökum þínum

5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina

6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu

7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig

8. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup

9. Finndu og ræktaðu hæfileika þína

10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast

 

Ef þú vilt efla félagslega-, líkamlega- og andlega heilsu hafa sérfræðingar Heilsuheilræða ehf. hannað viðurkennt heilsunámskeið  gegnum netið sem kallast “Veljum vellíðan “ ef þú hefur áhuga á þátttöku vinsamlega sendu póst á solfridur@heil.is

 

Við óskum þér velgengni í lífi og starfi

 

 

Heimildir:

Division of Population Health, National Center for Chronic Disease Prevention and Health Promotion, US.gov,  http://www.cdc.gov/mentalhealth/

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!