Heilsukorn

Munum rautt a morgun og hugsum vel um okkar hjarta

Febrúar er hjartamánuðurinn þar sem lögð er áhersla á að vekja okkur öll til umhugsunar um mikilvægi þess að fyrirbyggja hjartaáfalla. Febrúar er líka Meistaramánuður og upplagt að setja sér markmið varðandi hjartaheilsu. Árið 2009 fór Ísland í samstarf með alþjóða hjartasamtökunum og GoRed verkefninu með megináherslu á konur og hjartasjúkdóma. Verkefnið hefur síðan þróast í gegnum árin og að þessu sinni er allur mánuðurinn notaður til að auka fræðslu fyrir alla óháð kyni og aldri því hjartaheilsa varðar alla og hjartasjúkdómar eru algengasta dánarorsök og fara oft leynt. 

Rauði dagurinn að þessu sinni er föstudagur 3. febrúar og við hvetjum alla til að sýna lit og mæta í rauðu.

 

Hægt er að draga úr áhættu á að fá hjartasjúkdóma með heilsusamlegum lífsvenjum:

·        Reykja ekki eða nota tóbak. Forðast óbeinar reykingar

·        Borða reglulega, holla fæðu í hæfilegu magni

·        Hreyfa þig reglulega  (30-60 mínútur á dag)

·        Halda eðlilegum blóðþrýsting (Láta mæla hann reglulega og þekkja þínar tölur (viðmið um 120/80)

·        Viðhalda eðlilegri líkamsþyngd (Líkamsþyngdarstuðull 20-25 = þyngd miðað við hæð)

·        Forðast óholla fitu og kólesterol

·        Forðast streitu og ofþreytu

·        Hlusta á einkenni sem þú finnur frá líkamanum og bregðast við þeim

      

 

 

 

 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þekkir þú mismunandi einkenni og viðbrögð við

HJARTAÁFALLI, HJARTASTOPPI OG HEILASLAGI? 

Það getur bjargað lífi............      

 

      Hjartaáfall                   Hjartastopp                   Heilaslag         

 

Óþægindi eða verkir yfir hjartasvæði sem getur varað í nokkrar mínútur eða farið og komið. Getur fundið þrýsting, eins og verið sé að kreista svæðið eða slæma verki

Missir skyndilega meðvitund

Máttleysi eða dofi í andliti, hönd eða fæti í annarri hlið líkamans, hugsanarugl

Erfitt með öndun, þungt að draga djúpt inn andann, andþyngsli

Svarar ekki kalli

Máttleysi, munnvatn getur lekið úr öðru munnviki

Óþægindi eða verkir sem leiða frá hjartasvæði upp í háls, kjálka eða út í hönd, í bak eða niður í kvið

Andar ekki, þó höfði sé hallað aftur og öndunarvegur opnaður

Málerfiðleikar, erfitt að tala eða skilja

Sumir finna að

-kaldur sviti sprettur fram

 

Sjóntruflanir á öðru eða báðum augum

Ógleði

 

Svimi, erfiðleikar með gang, missir jafnvægið og samhæfingu

Svimi

 

Skyndilegur höfuðverkur án þekktra orsaka

Ef þú finnur einhver einkenni er best að láta athuga það og fara í heilbrigðisskoðun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heilsuheilræði hvetur ykkur til að kynna ykkur málið betur. Hér má sjá frábæran TED fyrirlestur (15:59mín.) eins af brautryðjendum í hjartarannsóknum kvenna Dr. C.Noel Bairey Merz.:http://www.ted.com/talks/noel_bairey_merz_the_single_biggest_health_threat_women_face.html

 

 

 

 

 

 

 

 Heimildir:

hjartavernd.is

Hjartaheill.is

go.red.org

 

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!