Heilsukorn

Veljum heilbrigt liferni

Aðventan getur verið yndislegt tímabil, en aðstæður eru misjafnar og margt sem getur dregið úr gleðinni.  Til dæmis er streita að plaga marga, myrkur, þreyta, svefnleysi, kvíði og freistingar í fæðu sem er ofgnótt af á þessum tíma. Nú er um að gera að athuga hvort það er eitthvað í daglegum lífsvenjum sem þig langar til að breyta og setja þér markmið fyrir árið 2017. Rannsóknir hafa sýnt að matarkúrar skila sjaldnast árangri til lengri tíma.

Heilsusamlegt líf, hollar venjur og meðalhóf hefur reynst flestum vel. Það er vænlegt til árangurs með vellíðan til lengri tíma.  Gott er að gefa sér tíma til að finna út hvað hentar þér og setja þér heilsumarkmið samkvæmt því. Niðurstöður langtíma rannsókna í gegnum árin hafa sýnt okkur hvaða venjur það eru sem skipta mestu máli fyrir góða heilsu (Belloc og Breslow, 1972;WHO, 2015)  þessi aðalatriði hafa verið dregin hér saman fyrir þig.

Þú getur haft mikil áhrif á þitt heilsufar með heilbrigðum lífsvenjum, t.d.:

  • Sleppa tóbaksnotkun og takmarka áfenga drykki
  • Nota öll tækifæri til að hreyfa þig (t.d. nota stiga í stað lyftu) og mælt er með að ná 30- 60 mínútna hreyfingu daglega.Forðast langar setur (t.d. með að standa reglulega upp ef unnið er sitjandi allan daginn, takmarka skjátíma, örva börn og unglinga til útileikja í stað tölvuleikja).
  • Brenna því sem þú borðar til að forðast að fita safnist á líkamann (sérstaklega um mittið)
  • Þekkja ráðlagða dagskammta úr öllum fæðuflokkunum, muna neyslu grænmetis og ávaxta
  • Borða hollan morgunverð daglega og nærast reglulega yfir daginn (t.d. kl.8 morgunmatur,kl.10 ávöxtur, kl.12 hádegisverður, kl.15 ávöxtur, kl. 18-19 kvöldverður)
  • Forðast sætindi (þó maður geti gert sér daga mun, ath. sykur í vörulýsingu á matvælum)
  • Drekka nóg af vatni (persónubundið t.d. 6-8 glös á dag)
  • Fullnægja svefnþörf miðað við aldur og álag (persónubundið, t.d. fullorðnir 6-8 tímar)
  • Athuga áhrif umhverfis á heilsuna og eigin áhrif á umhverfið
  • Vera meðvituð/-aður um eigin líðan, stunda geðrækt, sinna félagslegum þörfum sér til gleði og dægrastyttingar

GLEÐILEGA AÐVENTU frá Heilsuheilræði ehf.

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!