Heilsukorn

Viska til varnar sykursyki 2

Þekkir þú áhættuþætti sykursýki 2 og veistu hvernig þú getur fyrirbyggt eða stöðvað veikindaferli áður en það er orðið of seint?

Hvað er sykursýki og hver er orsök sykursýki 2?

Sykursýki er sjúkdómur (3 tegunir), sem gerir það að verkum að sykurmagnið (þrúgusykur/glúkósi) í blóðinu er meira en venjulega.Insúlínháð sykursýki, eða týpa 1, sem er algengari hjá ungu fólki og börnum. Insúlínóháð sykursýki eða týpa 2, sem er oft kölluð áunnin sykursýki. Meðgöngusykursýki getur þróast í kjölfar þungunar og hverfur yfirleitt eftir fæðingu.

Sykur er brennsluefni líkamans. Blóðsykurstjórnun er flókið ferli þar sem margir þættir hafa áhrif, s.s. lífsvenjur (líkamsáreynsla, fæði) og  lifrarstarfsemi (fullnægjandi framleiðsla á blóðsykri og hormónum). Til að blóðsykurinn nýtist sem orkugjafi þarf hann að fara úr blóðinu inn í frumur líkamans fyrir tilstuðlan insúlíns, sem er framleitt í briskirtlinum. Blóðsykurinn hækkar ef briskirtillinn framleiðir ekki insúlín (insúlínháð sykursýki týpa 1) og þegar briskirtillinn framleiðir nóg insúlín en það nýtist ekki frumum líkamans (insúlínóháð sykursýki týpa 2).

Helstu einkenni sykursýki 1 geta verið: Þorsti, tíð þvaglát, þreyta, lystarleysi og þyngdartap, kláði umhverfis kynfæri, sýkingar í húð og slímhúð.

Einkenni sykursýki 2 geta verið óljós og farið mjög leint, en auðvelt er að greina hana með að mæla blóðsykur sem hækkar.

Talið er að 1 af hverjum 3 fullorðnum hafi sykursýki 2 og jafnvel án þess að vita það til að byrja með. Alþjóðadagur sykursjúkra er14.nóvember og hvatt er til vitundavakningar um Sykursýki II sem er að mestu áunnið heilsufarsvandamál er hefur farið vaxandi hér á landi. Sykursýki af tegund 2 er talin vera faraldur 21. aldarinnar. Vilt þú taka þátt í að snúa þessari þróun við?  

Allir eru hvattir til að efla forvarnir gegn sykursýki. Best er að byrja á sjálfum sér, vera meðvitaður um blóðsykurgildin og velja holla lífshætti til að forðast áhættuþætti sykursýki II. Gott er að ræða um að takmarka sykurneyslu við fjölskyldu og vini og hafa heilsueflandi áhrif á umhverfið „smita“ fólk með hollum venjum.

Þú getur stjórnað lífsvenjum og haft veruleg áhrif á hvernig heilsa þín verður til lengri tíma. 


Fimm ráð til að fyrirbyggja sykursýki

1. Auka hreyfingu og líkamsþjálfun. Það hjálpar til við að draga úr þyngd, lækka blóðsykur og blóðþrýsting og bæta insúlín næmi, sem hjálpar til við að halda blóðsykri eðlilegum. Mælt er með 30-60 mínútna virkri hreyfingu a.m.k. 5 daga vikunnar.

2. Borða fjölbreytt hollt fæði í hæfilegum skömmtum á reglulegum tímum samkvæmt þörfum og brennslu. Sleppa neyslu á hvítum sykri og forðast sætindi Hér má sjá ráðleggingar um næringu.

3. Borða trefjaríkt fæði. Það bætir blóðsykurstjórnun og dregur úr hungurtilfinningu sem minnkar líkur á þyngdaraukningu.

4. Velja heilkorn. Þau hjálpa til við að viðhalda eðlilegu blóðsykursgildi.

5. Halda sér í eðlilegri þyngd og fylgjast með mittismáli. Hvert umframgramm sem þú missir getur skipt máli. Sýnt hefur verið fram á aukna tíðni sykursýki hjá konum með mittismál yfir 81 cm og hjá körlum með mittismál yfir 94 cm vegna aukinnar insúlínmótstöðu.

Ef þú vilt ráðgjöf til að ná árangri og halda hollum venjum er velkomið að hafa samband við okkur hjá Heilsuheilræði ehf á heil.is.

 

Rannsóknum sem sýna fram á óhollustu sykurs heldur áfram að fjölga. Vísindamenn í University of California gerðu rannsókn á heilbrigðum háskálanemendum til að athuga áhrif sykurs (fructosa) á líkamsstarfsemi. Nemendunum var gefið mjög sætt fæði og blóðprufur teknar með reglulegu millibili. Á tveim vikum sýndu niðurstöður að hættuleg fita hækkaði mjög hratt í blóðinu svo það kom rannsakendum mjög á óvart hve alvarlegar breytingar komu fljótt fram. Vandamálið er ekki það að sykur hefur tómar hitaeiningar heldur hefur sykurinn eituráhrif (Fruktósan) við niðurbrot í líkamanum. Lifrin umbreytir fructosu í fitu sem safnast saman og það eru sterk tengsl milli fitu sem umlykur innri líffæri  (lifur, nýru, bris) um mittið og þess að þróa t.d. sykursýki 2. Þessar tilraunir voru endurteknar og kom ætið í ljós að hækkunin tengdist alltaf neyslu fruktósu eins og sjá má í þessu myndbandi.

Heilsa framtíðar er í þínum höndum, gangi þér vel!

 

Heimildir:

Diabetes II, Mayo Clinic  http://www.mayoclinic.org/search/search-results?q=diabetes%20prevention

Samtök sykursjúkra, www.diabetes.is

Hér er tengill á myndband um leyndarmál sykurs sem fróðlegt er að horfa á

 

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!