Heilsukorn

Munum rautt a morgun og hugsum vel um okkar hjarta

Febrúar er hjartamánuðurinn þar sem lögð er áhersla á að vekja okkur öll til umhugsunar um mikilvægi þess að fyrirbyggja hjartaáfalla. Febrúar er líka Meistaramánuður og upplagt að setja sér markmið varðandi hjartaheilsu. Árið 2009 fór Ísland í samstarf með alþjóða hjartasamtökunum og GoRed verkefninu með megináherslu á konur og hjartasjúkdóma.

Veljum heilbrigt liferni

Aðventan getur verið yndislegt tímabil, en aðstæður eru misjafnar og margt sem getur dregið úr gleðinni.  Til dæmis er streita að plaga marga, myrkur, þreyta, svefnleysi, kvíði og freistingar í fæðu sem er ofgnótt af á þessum tíma. Nú er um að gera að athuga hvort það er eitthvað í daglegum lífsvenjum sem þig langar til að breyta og setja þér markmið fyrir árið 2017. Rannsóknir hafa sýnt að matarkúrar skila sjaldnast árangri til lengri tíma.

Viska til varnar sykursyki 2

Þekkir þú áhættuþætti sykursýki 2 og veistu hvernig þú getur fyrirbyggt eða stöðvað veikindaferli áður en það er orðið of seint?

Hvað er sykursýki og hver er orsök sykursýki 2?

Munum eflingu andlegrar heilsu og umhyggju

Í dag 10.október er Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn haldinn hátíðlegur til að fræða okkur um og vekja athygli á geðheilbrigðismálum. Lögð er áhersla á að uppræta fordóma, láta sig varða um náungann og hvetja fólk til að sýna hvert öðru virðingu.

Eflum hreysti hjartans

Alþjóðlegi hjartadagurinn er 29. september og í ár er lögð áhersla á að vekja fólk til meðvitundar um að halda hjarta sínu heilbrigðu því góð hjartaheilsa er lykill að heilbrigði. 

- Þekkir þú áhættuþætti eða lífsvenjur sem geta skaðað hjartaheilsu? (Veistu hver blóðþrýstingurinn er hjá þér og hvað það þýðir?)

- Gefur þú hjartanu þá næringu sem hentar því best (holl næring fyrir hjartað sem þú neytir reglulega yfir daginn í hæfilegu magni)?

- Fær hjartað þitt hæfilegt álag og hreyfingu til að viðhalda hjartaheilsu og auka þrótt (hreyfa sig í amk. 30-60 mín á dag)?

Daglegar venjur sem minnka tannskemmdir

Hugsar þú vel um tennurnar?                                      

- Burstar tennur tvisvar á dag og hreinsar munnhol

- Notar tannþráð til að hreinsa milli tanna einu sinni á dag

- Borðar hollan mat í hæfilegu magni á matmálstímum (forðast mikil sætindi og að vera síborðandi)

- Sleppa reykingum og notkun munntóbaks

Eflum heilsu og sleppum haustpestum

Það er hægt að efla mótstöðu líkamans, auka hreysti og draga úr smithættu, rannsóknir sína góðan árangur hjá þeim sem að:

3 markmið WHO heilsudagsins 7.april

Samkvæmt vefsíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO eru þjóðir heims beðnar í tilefni af alþjóðlegum heilsudegi 7.apríl 2016 að gera átak til að fyrirbyggja fjölgun  á tilfellum af sykursýki 2 (Diabetes) með að setja sér eftirfarandi þrjú markmið:

-Auka vitundavakningu um byrði og afleiðingar þessa alvarlega heilbrigðisvandamáls fyrir einstaklinga og samfélagið

-Skipuleggja og framkvæma  ákveðin skref til að fyrirbyggja sjúkdóminn til að draga úr þessum faraldri, greina hann á byrjunarstigi og meðhöndla þá sem greindir hafa verið

Vorhugur og daglegar venjur

Hefur þú huhleitt að setja þér heilsumarkmið en ekki komið því í verk? Vorið gefur mörg tækifæri til að gleðjast og efla hreysti um leið og maður nýtur útivistar. Gott er að byrja á því að athuga hvort það er eitthvað í daglegum lífsvenjum sem þig langar til að breyta. Hvernig væri að láta verða af því og setja markmið á blað sem gæti minnt þig á heilsuáætlunina þína? Heilsuheilræði vill auðvelda þér þetta ætlunarverk og hér getur þú smellt á eyðublað fyrir SMART markmið á vefnum okkar heil.is.

Nýtum hugarorkuna fyrir hreysti

Jákvæðar hugsanir, sjálfsvirðing og sjálfsefling eru áhrifaþættir á hvernig til tekst þegar manneskja setur sér heilsumarkmið. Nú þegar komið er fram í mars hafa sumir gefist upp við að ná áramóta-markmiðum sínum meðan aðrir halda ótrauðir áfram.  Jafnvel þó það komi bakslag á leiðinni og viðkomandi falli í gömul hjólför og missi fótana í nýrri heilsuáætlun er um að gera að „standa upp aftur“. Það þarf jafnvel að breyta um aðferðir sem virka betur til að ná markmiðum sínum.

Pages

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!