Heilsukorn

Daglegar venjur sem minnka tannskemmdir

Hugsar þú vel um tennurnar?                                      

- Burstar tennur tvisvar á dag og hreinsar munnhol

- Notar tannþráð til að hreinsa milli tanna einu sinni á dag

- Borðar hollan mat í hæfilegu magni á matmálstímum (forðast mikil sætindi og að vera síborðandi)

- Sleppa reykingum og notkun munntóbaks

Eflum heilsu og sleppum haustpestum

Það er hægt að efla mótstöðu líkamans, auka hreysti og draga úr smithættu, rannsóknir sína góðan árangur hjá þeim sem að:

3 markmið WHO heilsudagsins 7.april

Samkvæmt vefsíðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO eru þjóðir heims beðnar í tilefni af alþjóðlegum heilsudegi 7.apríl 2016 að gera átak til að fyrirbyggja fjölgun  á tilfellum af sykursýki 2 (Diabetes) með að setja sér eftirfarandi þrjú markmið:

-Auka vitundavakningu um byrði og afleiðingar þessa alvarlega heilbrigðisvandamáls fyrir einstaklinga og samfélagið

-Skipuleggja og framkvæma  ákveðin skref til að fyrirbyggja sjúkdóminn til að draga úr þessum faraldri, greina hann á byrjunarstigi og meðhöndla þá sem greindir hafa verið

Vorhugur og daglegar venjur

Hefur þú huhleitt að setja þér heilsumarkmið en ekki komið því í verk? Vorið gefur mörg tækifæri til að gleðjast og efla hreysti um leið og maður nýtur útivistar. Gott er að byrja á því að athuga hvort það er eitthvað í daglegum lífsvenjum sem þig langar til að breyta. Hvernig væri að láta verða af því og setja markmið á blað sem gæti minnt þig á heilsuáætlunina þína? Heilsuheilræði vill auðvelda þér þetta ætlunarverk og hér getur þú smellt á eyðublað fyrir SMART markmið á vefnum okkar heil.is.

Nýtum hugarorkuna fyrir hreysti

Jákvæðar hugsanir, sjálfsvirðing og sjálfsefling eru áhrifaþættir á hvernig til tekst þegar manneskja setur sér heilsumarkmið. Nú þegar komið er fram í mars hafa sumir gefist upp við að ná áramóta-markmiðum sínum meðan aðrir halda ótrauðir áfram.  Jafnvel þó það komi bakslag á leiðinni og viðkomandi falli í gömul hjólför og missi fótana í nýrri heilsuáætlun er um að gera að „standa upp aftur“. Það þarf jafnvel að breyta um aðferðir sem virka betur til að ná markmiðum sínum.

Notum Mottumars fyrir heilsueflingu drengja og karlmanna

Kæru karlar það má draga verulega úr áhættu á að fá blöðruhálskrabbamein með aukinni þekkingu.  Mæður  þurfa einnig að vera meðvitaðar um fyrirbyggjandi lífsstíl til að geta stuðlað að hreysti drengja sinna. Konur sem vilja hvetja mennina sína til dáða við heilsueflingu ættu líka að kynna sér málið til að stuðla að vellíðan fjölskyldumeðlima til lengri tíma. Nú er um að gera að athuga hvort þú getur bætt daglegar venjur varðandi eftirtalin atriði:

Hjartaheilsa kvenna, Go RED

Sekúndur geta skipt máli, lærðu að þekkja hvernig hjartaáfall, heilaslag eða hjartastopp hellist yfir til að geta brugðist rétt við og bjargað eigin heilsu eða annarra. Tapaður tími getur verið tapað líf.  Slag kemur skyndilega. Hjartasjúkdómar draga fleiri konur til dauða en allar tegundir krabbameina samanlagt. Í dag eru til meðferðarúrræði sem gætu dregið úr eða fyrirbyggt alvarlegar skemmdir af völdum algengustu orsaka slags ef þú færð hjálp STRAX – eða mjög fljótlega.        

Fyrirbyggjum krabbamein og borðum meira af trefjum

Nýjar niðurstöður rannsakenda í Harvard University sýna að trefjaríkt fæði getur dregið verulega úr líkum á að fá brjóstakrabbamein, sérstaklega neysla trefja á unglingsárum. Fyrirbyggjandi árhrif trefja fyrir ristilkrabbamein hefur lengi verið þekkt ásamt mikilvægi trefja fyrir heilbrigða meltingu. Trefjar í fæðu eru auk þess nauðsynlegar til að hægja á upptöku næringarefna úr meltingarvegi, veita mettunartilfinningu og fyllingu sem getur dregið úr ofáti. Trefjar eiga því sinn þátt í að fyrirbyggja sjúkdóma eins og sykursýki, meltingar- og hjartasjúkdóma auk krabbameina.

 

7 venjur sem geta fyrirbyggt krabbamein

Febrúar er alþjóðlegur átaksmánuður til að fyrirbyggja krabbamein áður en það byrjar.  Rannsóknir sýna að það er hægt að fyrirbyggja allt að 50% krabbameinstilfella og dauða vegan krabbameina1. Tekur þú áyrgð á eigin heilsu?  Daglegar venjur skipta mjög miklu máli fyrir vellíðan til lengri tíma, kíktu á þessi sjö atriði og spáðu í hvernig þín staða er varðandi þessi atriði:

Heilsuvenjur

 Ef þú ert ein/einn af þeim sem setur þér markmið til að efla heilsuna við upphaf hvers árs þá eru hér 7 atriði sem niðurstöður langtímarannsókna sýna að hafi mikil áhrif á heilsufar. Það er ráðlagt að setja sér heilsustefnu og fylgja áætlun til að ná þeim árangri sem sóst er eftir til að efla heilsuna.  Á fræðsluvefnum heil.is má sjá ýmsar leiðbeiningar um heilsusamlegar venjur og tengjast má af þessum lista. Hér eru örfá dæmi um lífsvenjur sem hafa áhrif á heilsufar skv. niðurstöðum langtímarannsókna:

Heilsueflandi venjur

Pages

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!