Heilsukorn

Sykur hefur a.m.k. 57 mismunandi heiti

Sykur hefur margar birtingarmyndir sem allar hafa mismunandi nöfn.  Vel upplýstir neytendur sem vilja takmarka sykurneyslu og  lesa á matvöruna geta átt í stökustu vandræðum meða að finna út sykurmagn fæðunnar.  Það er mjög fljótlegt að svolgra í sig sykurinn. Hér kemur listi með rúmlega 57 nöfnum yfir sykur og er hann alls ekki tæmandi.  

 

57 nöfn á sykri

Agave nectar=Agave syrup

Barley malt

Beet sugar

Sannleikur um sykurnotkun og heilsuna

Rannsóknum sem sýna fram á óhollustu sykurs heldur áfram að fjölga. Vísindamenn  í The University of California gerðu rannsókn á heilbrigðum háskálanemendum til að athuga áhrif sykurs (fructosa) á líkamsstarfsemi. Nemendunum var gefið mjög sætt fæði og blóðprufur teknar með reglulegu millibili.

Einkenni heilaslags

Athugaðu þessi einkenni:  

Hve mikið af trefjum er i matnum hjá ykkur ....

Meðalneysla trefja á Íslandi hefur verið um 10-15 gröm/dag, en ráðlagður skammtur af trefjum á dag er 38 gr/dag fyrir karlmenn og 25 gr/dag fyrir konur.

Hvernig er blóðþrýstingurinn?

Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem fylgist með eigin blóðþrýsting og forðast venjur sem geta hækkað þrýstinginn getur fyrirbyggt ákveðna hjartasjúkdóma og búist við lengra lífi. Forvarnir háþrýstings eru hollar matar- og hreyfivenjur og eru mikils virði fyrir heilsuna. Því er ráðlagt að vera meðvituð um eigin þrýsting og þekkja sínar tölur. Gott er að skrá niðurstöður mælinga til að hafa sögu um þessi gildi (dagsetning og tölurnar í hvíld og við álag)  sem gefur þér viðmiðunarmörk.

Ert þú heilsulæs?

Heilsulæsi er hæfni einstaklings til að afla, vinna úr og skilja heilbrigðisupplýsingar sem eru nauðsynlegar til að taka vel upplýstar ákvarðanir varðandi eigin heilsu. Sömuleiðis að geta leitað eftir og nýtt viðeigandi heilbrigðisþjónustu til að efla eigið heilsufar.

Heilsulæsi felur því í sér að skilja, þekkja og geta greint á milli þess sem er heilsuhvetjandi og heilsuletjandi t.d.:

-Velja út frá eigin sannfæringu þær athafnir sem leiða til vellíðan

Jafnvægi og heilsan

Hann getur verið vandrataður þessi gullni meðalvegur svo það er betra að staldra við og meta stöðuna af og til. Ert þú vel meðvituð/aður um hvernig daglegar venjur hafa áhrif á líkamlega-, andlega- og félagslega líðan þína? Það er áríðandi að rækta andlega og félagslega heilsu ekki síður en að hugsa vel um líkamann.  Fólk getur haft mikil áhrif á gæði lífs síns með eigin viðhorfi og að velja heilsusamlegar lífvenjur.

Hreyfing fyrir betri heilsu

Rannsóknir sýna og við vitum að hreyfing hjálpar okkur meira en orð fá lýst. Það þarf ekki nema um 30 mínútur á dag til að haldalíkams kerfunum við. Það þarf ekki að kosta neinn pening og þessi hálftími skilar sér með sparnaði og betri líðan til lengri tíma. Margir hreyfa sig reglulega og sumir gera jafnvel of mikið af því. Öfgarnar geta verið í báðar áttir. Ert þú að hreyfa þig nægjanlega?  Ef þú ert ekki að hreyfa þig, af hverju gerir þú það ekki....? Þú berð ábyrgð á þinni heilsu og hefur val :-)

 

Hátíð og heilsa

Nú er um að gera að staldra við og athuga hvernig þér gengur að hugsa vel um heilsuna. Það er mikið um veislur, góðan mat og mannfagnað hjá flestum í desember. Á þessum tíma getur verið erfitt að stunda hreyfingu þar sem veðurfar og ófærð dregur úr útivist og því er meira um kyrrsetu. Líkur eru á því að ekki takist að brenna því sem er borðað en máltækið "Allt er best í hófi" gleymist gjarna um hátíðrinar.

8 ráð til að lækka blóðþrýsting

Veistu hvernig blóðþrýstingurinn er hjá þér? Hjarta- og blóðrásarsjúkdómar eru ein algengasta dánarorsök í flestum vestrænum ríkjum. Þú getur gert heilmikið til að efla þína hjartaheilsu með að vera meðvituð/aður  um hvernig þinn blóðþrýstingur er og þekkja hvaða lífsvenjur geta hækkað þrýstinginn (orsakir má sjá hér).

Pages

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!