Heilsukorn

Ert þú heilsulæs?

Heilsulæsi er hæfni einstaklings til að afla, vinna úr og skilja heilbrigðisupplýsingar sem eru nauðsynlegar til að taka vel upplýstar ákvarðanir varðandi eigin heilsu. Sömuleiðis að geta leitað eftir og nýtt viðeigandi heilbrigðisþjónustu til að efla eigið heilsufar.

Heilsulæsi felur því í sér að skilja, þekkja og geta greint á milli þess sem er heilsuhvetjandi og heilsuletjandi t.d.:

-Velja út frá eigin sannfæringu þær athafnir sem leiða til vellíðan

Jafnvægi og heilsan

Hann getur verið vandrataður þessi gullni meðalvegur svo það er betra að staldra við og meta stöðuna af og til. Ert þú vel meðvituð/aður um hvernig daglegar venjur hafa áhrif á líkamlega-, andlega- og félagslega líðan þína? Það er áríðandi að rækta andlega og félagslega heilsu ekki síður en að hugsa vel um líkamann.  Fólk getur haft mikil áhrif á gæði lífs síns með eigin viðhorfi og að velja heilsusamlegar lífvenjur.

Hreyfing fyrir betri heilsu

Rannsóknir sýna og við vitum að hreyfing hjálpar okkur meira en orð fá lýst. Það þarf ekki nema um 30 mínútur á dag til að haldalíkams kerfunum við. Það þarf ekki að kosta neinn pening og þessi hálftími skilar sér með sparnaði og betri líðan til lengri tíma. Margir hreyfa sig reglulega og sumir gera jafnvel of mikið af því. Öfgarnar geta verið í báðar áttir. Ert þú að hreyfa þig nægjanlega?  Ef þú ert ekki að hreyfa þig, af hverju gerir þú það ekki....? Þú berð ábyrgð á þinni heilsu og hefur val :-)

 

Hátíð og heilsa

Nú er um að gera að staldra við og athuga hvernig þér gengur að hugsa vel um heilsuna. Það er mikið um veislur, góðan mat og mannfagnað hjá flestum í desember. Á þessum tíma getur verið erfitt að stunda hreyfingu þar sem veðurfar og ófærð dregur úr útivist og því er meira um kyrrsetu. Líkur eru á því að ekki takist að brenna því sem er borðað en máltækið "Allt er best í hófi" gleymist gjarna um hátíðrinar.

8 ráð til að lækka blóðþrýsting

Veistu hvernig blóðþrýstingurinn er hjá þér? Hjarta- og blóðrásarsjúkdómar eru ein algengasta dánarorsök í flestum vestrænum ríkjum. Þú getur gert heilmikið til að efla þína hjartaheilsu með að vera meðvituð/aður  um hvernig þinn blóðþrýstingur er og þekkja hvaða lífsvenjur geta hækkað þrýstinginn (orsakir má sjá hér).

Hvað er psoriasis?

lþjóðlegur dagur vegna psoriasis er 29.október. Hvað veist þú um Psoriasis? Hér á Íslandi er talið að um 6000-10.000 manns hafi einhverja tegund af þessum langvinna sjúkdómi. Búast má við að allir þekki einhvern með sjúkdóminn sem er algengari í sumum ættum en öðrum. Psoriasisútbrot geta komið hvenær sem er ævinnar. Mjög mismunandi er hve oft fólk fær útbrot. Sumir hafa meira og minna stöðug einkenni á meðan aðrir fá einungis einkenni á margra ára fresti.

Verndum beinin

Alþjóðlegur beinverndardagurinn var í gær 20.okt. 2014 og er þessi vika tileinkuð fræðslu um beinvernd karla og kvenna.  Hefur þú hugsað vel um að styrkja þín bein? Veistu hvort þú ert í mikilli áhættu á að fá beinþynningu?  Þú getur tekið áhættupróf hér á netinu

Það er betra að huga að heilsu beina til að forðast beinþynningu og auka hreysti.

Þitt val og matarvenjur

Þú stjórnar þínu mataræði. Ef þú hefur tekið ákvörðun um að borða holla fæðu gætir þú stundum átt erfitt með að hafa stjórn á þér og fylgja ásetningi um hollt mataræði.Til dæmis ef þér líður illa eða ert undir álagi og hefur ákveðið að drekka ekki gos og takmarka sælgæti þá gætir þú freistast til að fá þér sætindi jafnvel þó að þú sért ekki svöng/svangur? Þá er gott að vera á varðbergi og staldra við, hugsa sitt mál og vera meðvituð/aður um næstu athafnir.

Verjumst sykursýki 2

Þínar daglegu venjur í lífi og starfi hafa bein áhrif á heilsufarið. Sykursýki af tegund 2 er í mörgum tilfellum áunnið heilsufarsvandamál sem stafar meðal annars af kyrrsetu,  röngu mataræði og þar með talin er hófleg gosdrykkja. Breyttar neysluvenjur (t.d. of stórir skammtar, sykraðir drykkir og skyndibitar) þjóðarinnar og takmörkuð hreyfing hafa skapað heilsuvá sem fer vaxandi og eru áunnir sjúkdómar stundum kallaðir faraldur 21. aldarinnar.

Allir eru hvattir til að þekkja eigið heilsufar og draga úr áhættuhegðun í daglegu lífi.

Varnir gegn gómsjúkdómum

Það er hægt að fyrirbyggja að tennur fullorðinna losni með góðri munnhirðu og að fylgjast vel með munnheilsu. Nauðsynlegt er að þekkja einkenni gómsjúkdóma sem orsakast í flestum tilfellum af viðvarandi skán með bakteríum við gómlínu tanna (plaque) sem veldur bólgu. Það má fyrirbyggja að skán myndist með tannburstun tvisvar á dag og að nota tannþráð til að ná skán milli tanna (sjá leiðbeiningar og myndbönd á vefnum www.landlaeknir.is).

Pages

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!