Heilsukorn

Hvað er psoriasis?

lþjóðlegur dagur vegna psoriasis er 29.október. Hvað veist þú um Psoriasis? Hér á Íslandi er talið að um 6000-10.000 manns hafi einhverja tegund af þessum langvinna sjúkdómi. Búast má við að allir þekki einhvern með sjúkdóminn sem er algengari í sumum ættum en öðrum. Psoriasisútbrot geta komið hvenær sem er ævinnar. Mjög mismunandi er hve oft fólk fær útbrot. Sumir hafa meira og minna stöðug einkenni á meðan aðrir fá einungis einkenni á margra ára fresti.

Verndum beinin

Alþjóðlegur beinverndardagurinn var í gær 20.okt. 2014 og er þessi vika tileinkuð fræðslu um beinvernd karla og kvenna.  Hefur þú hugsað vel um að styrkja þín bein? Veistu hvort þú ert í mikilli áhættu á að fá beinþynningu?  Þú getur tekið áhættupróf hér á netinu

Það er betra að huga að heilsu beina til að forðast beinþynningu og auka hreysti.

Þitt val og matarvenjur

Þú stjórnar þínu mataræði. Ef þú hefur tekið ákvörðun um að borða holla fæðu gætir þú stundum átt erfitt með að hafa stjórn á þér og fylgja ásetningi um hollt mataræði.Til dæmis ef þér líður illa eða ert undir álagi og hefur ákveðið að drekka ekki gos og takmarka sælgæti þá gætir þú freistast til að fá þér sætindi jafnvel þó að þú sért ekki svöng/svangur? Þá er gott að vera á varðbergi og staldra við, hugsa sitt mál og vera meðvituð/aður um næstu athafnir.

Verjumst sykursýki 2

Þínar daglegu venjur í lífi og starfi hafa bein áhrif á heilsufarið. Sykursýki af tegund 2 er í mörgum tilfellum áunnið heilsufarsvandamál sem stafar meðal annars af kyrrsetu,  röngu mataræði og þar með talin er hófleg gosdrykkja. Breyttar neysluvenjur (t.d. of stórir skammtar, sykraðir drykkir og skyndibitar) þjóðarinnar og takmörkuð hreyfing hafa skapað heilsuvá sem fer vaxandi og eru áunnir sjúkdómar stundum kallaðir faraldur 21. aldarinnar.

Allir eru hvattir til að þekkja eigið heilsufar og draga úr áhættuhegðun í daglegu lífi.

Varnir gegn gómsjúkdómum

Það er hægt að fyrirbyggja að tennur fullorðinna losni með góðri munnhirðu og að fylgjast vel með munnheilsu. Nauðsynlegt er að þekkja einkenni gómsjúkdóma sem orsakast í flestum tilfellum af viðvarandi skán með bakteríum við gómlínu tanna (plaque) sem veldur bólgu. Það má fyrirbyggja að skán myndist með tannburstun tvisvar á dag og að nota tannþráð til að ná skán milli tanna (sjá leiðbeiningar og myndbönd á vefnum www.landlaeknir.is).

Góð líðan skólabarna bætir námsárangur

Munum að fullorðnir eru fyrirmyndir barna og ungmenna, sérstaklega er það framkoma foreldra sem skiptir máli í mótun barna ef marka má niðurstöður rannsókna.  Þú getur hjálpað barninu að ná betri líðan og námsárangri með að ástunda hollar lífsvenjur og stuðla að skemmtilegri fjölskyldusamveru í leiðinni. það er áríðandi að allir hreyfi sig reglulega, sofi vel og borði holla fæðu í hæfilegu magni.

Geymsluþol frystra matvæla er misjafnt

Við vitum hvað við borðum þegar við eldum matinn sjálf heima. Sóun matvæla er sorglega mikil á sumum stöðum þar sem mat er hent þó hægt sé að elda góða máltíð úr hráefninu og hægt að frysta afganga. Það eru þó margir sem  skipuleggja innkaupin vel og nýta afganga í ljúffenga rétti. Frystirinn kemur oft að góðum notum en þá þarf að skipuleggja pökkun matvæla miðað við frystingu og fjölda heimilismanna.   

Upplifir þú langvarandi streitu

Hugsanir og viðhorf  hafa áhrif á heilsufarið og það er varla hægt að lifa í nútíma samfélagi án þess að kunna að höndla streitu. Það er gott að þekkja ráð til að sporna við of mikilli og langvarandi spennu og vera vakandi fyrir því þegar streita eykst.

Hvers vegna þarf líkaminn að hafa streituviðbrögð? 

8 ráð fyrir heilbrigða þyngd

1. Hver aðili ber ábyrgð á sinni heilsu en foreldrar bera ábyrgð á heilbrigðisuppeldi barna sinna.  Hvað keypt er í matinn er val og mælt er með því að fólk lesi vel á innihaldslýsingar við matarinnkaup og velji hollt hráefni.   Ýmislegt kemur á óvart t.d. hvað sykur hefur mörg heiti og er í ólíklegustu matvælum (57 nöfn á sykri má finna hér).

8 ráð til að efla varnir líkamans

1.      Fá nægan svefn: Fara í rúmið fyrir kl. 23 til að stuðla að endurnærandi hvíld á hverri nóttu (ráðlagður nætursvefn fullorðinna er 7-8 tímar en lengri fyrir  börn og unglina).  Hér má sjá upplýsingar um svefnvenjur og ráðleggingar til að auka svefn.

Pages

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!