Heilsukorn

Viltu breytingar?

Kröfur um að breyta lífsvenjum geta komið frá ýmsum áttum bæði utanaðkomandi eða af innri þörf, þó er mörgum illa við breytingar.  Sannleikurinn er sá að þú ert þegar að breyta ýmsum atriðum á hverjum degi sem varða þig sjálfa/n  og til að hafa áhrif á umhverfi þitt.  Þetta er þróun sem er stundum meðvituð en getur verið ómeðvituð t.d. vegna áhrifa frá öðrum eða ákveðnum atburðum.

Sumarferð fjölskyldna

Góðar minningar úr bernsku skapast oft í ferðalögum með sínum nánustu. Oft á tíðum verða samskipti enn nánari í þröngum rýmum eins og í bíl eða tjaldi og allir hjálpast að með hin ýmsu hlutverk tengt ferðalaginu. Jákvæðni og þolinmæði þurfa að vera með í ferðinni og gott að ræða málin (miðað við þroska barna) áður en lagt er af stað til að koma með tillögur og heyra hvað börnin hafa áhuga á að sjá og gera. Það má segja að gott ferðalag hefjist með góðum undirbúningi sem eykur tilhlökkun. Hér eru upplýsingar frá Heilsuheilræði ehf.

5 leiðir til að hreyfa sig við skjá

Langvarandi setur hindra hreysti. Vaxandi fjöldi rannsókna sýna að kyrrseta er hamlandi fyrir heilsuna og eykur t.d. líkur á sykursýki 2, hjartasjúkdómum og á að fá krabbamein auk offitu. Þýskir rannsakendur tóku nýlega saman niðurstöður úr 43 rannsóknum með um fjórum milljónum þátttakenda. Þar af voru 68.936 einstaklingar greindir með krabbamein.

Athugar þú hve mikill sykur er í þínu fæði?

Það kemur á óvart hvað mikið af sykri er í matvöru sem almennt er talin vera „holl“. Mælt er með að gefa sykurinnihaldi fæðu meiri gaum þar sem niðurstöður æ fleiri rannsókna sýna hversu skaðleg áhrif neysla sykurs getur haft á heilsufar (t.d. offita, háþrýstingur, sykursýki).

5 ráð til að efla fjölskylduvirkni

Sumir eiga erfitt með að koma líkamlegri hreyfingu inn í sitt daglega líf og er algengasta ástæðan talin vera  „tímaskortur“.  Börnin læra það sem fyrir þeim er haft svo ef foreldrar hreyfa sig reglulega eru börnin líklegri til að velja að hreyfa sig daglega. Þú getur haft áhrif á fjölskyldumeðlimi og vini með að "smita" þá á jákvæðan hátt með þinni hreyfigleði. Þá er um að gera að velja hreyfingu og athafnir sem þið getið gert saman og haft það skemmtilegt.  Gott er að takmarka skjátíma við ákveðinn hámarkstíma á dag.

Daglegar venjur og val um heilsueflingu

Hefur þú sett þína heilsustefnu á blað?  Sumarið gefur mörg tækifæri til að gleðjast og efla hreysti. Nú er um að gera að athuga hvort það er eitthvað í daglegum lífsvenjum sem þig langar til að breyta. Það hefur sýnt sig að hreyfiátök og matarkúrar skila sjaldnast árangri til lengri tíma. Heilsusamlegt líf, hollar venjur og meðalhóf hefur reynst flestum vel. Það er vænlegt til árangurs að finna út hvað passar fyrir mann sjálfan og setja sér heilsumarkmið samkvæmt því.

Hláturinn bætir lífið

Jákvæð áhrif gleði og hamingju eru sterkari áhrifaþáttur á líðan og lífslíkur en neikvæð áhrif af langvarandi veikindum (Guven og Saloumidis, 2009). Lífaldur í heiminum hefur vaxið um 20 ár að meðaltali á síðastliðnum 50 árum. Reikna má með að það séu margir áhrifaþættir á hvað veldur, en á sama tíma sýna rannsóknir að fólk hefur tjáð sig um aukna lífshamingju og gleði yfir þetta tímabil. Í áðurnefndri heimildarrannsókn (2009) um tengsl milli hamingju og dánartíðni er tekið tillit til heimsókna til læknis, greiningar á langvarandi sjúkdómum, sjálfsmats þátttakenda á eigin heilsu ásamt stöðu ýmissa heilsumælinga hjá þeim.

Að njóta líðandi stundar

Núvitund stuðlar að andlegri og líkamlegri vellíðan og gerir okkur kleift að takast betur á við áskoranir og viðfangsefni í lífinu samkvæmt niðurstöðum rannsókna um núvitund (e. mindfulness)  (CDC, 2013). Að vera vel meðvituð um það sem er að gerast á líðandi stundu um leið og  það gerist, án þess að dæma það á nokkurn hátt, er náttúrulegur eiginleiki hugans.

Krabbameinsvarnir karlmanna

Mottumars er frábær vitundarvakning hérlendis til að hvetja karla til að skoða eigin heilsu.  Það væri nú gott að nota tækifærið og víkka heilsu meðvitundina út fyrir krabbamein í blöðruhálsi og  eistum, því krabbamein í ristli og lungum minnka lífslíkur verulega hjá körlum samkvæmt niðurstöðum Krabbameinsskrár Íslands. Það er athyglisvert að dánartíðni karla á ári (2005-2009) er hærri en kvenna vegna ristilkrabbameina ristli  (25 karlar/19 konur), það greinast að meðaltali 10 fleiri karlar en konur á ári með þetta mein.

 

Tíðnitölur krabbameina í körlum 2005-2009.

Hugsum um hjartað GO RED

Sekúndur geta skipt máli, lærðu að þekkja hvernig hjartaáfall, heilaslag eða hjartastopp hellist yfir. Tapaður tími getur verið tapað líf.  Slag kemur skyndilega. Hjartasjúkdómar draga fleiri konur til dauða en allar tegundir krabbameina samanlagt. Í dag eru til meðferðarúrræði sem gætu dregið úr eða fyrirbyggt alvarlegar skemmdir af völdum algengustu orsaka slags ef þú færð hjálp STRAX – eða mjög fljótlega.        

Forvarnardagur hjartasjúkdóma kvenna er á laugardaginn 22.2.2014 GO RED

Pages

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!