Heilsukorn

Góð líðan skólabarna bætir námsárangur

Munum að fullorðnir eru fyrirmyndir barna og ungmenna, sérstaklega er það framkoma foreldra sem skiptir máli í mótun barna ef marka má niðurstöður rannsókna.  Þú getur hjálpað barninu að ná betri líðan og námsárangri með að ástunda hollar lífsvenjur og stuðla að skemmtilegri fjölskyldusamveru í leiðinni. það er áríðandi að allir hreyfi sig reglulega, sofi vel og borði holla fæðu í hæfilegu magni.

Geymsluþol frystra matvæla er misjafnt

Við vitum hvað við borðum þegar við eldum matinn sjálf heima. Sóun matvæla er sorglega mikil á sumum stöðum þar sem mat er hent þó hægt sé að elda góða máltíð úr hráefninu og hægt að frysta afganga. Það eru þó margir sem  skipuleggja innkaupin vel og nýta afganga í ljúffenga rétti. Frystirinn kemur oft að góðum notum en þá þarf að skipuleggja pökkun matvæla miðað við frystingu og fjölda heimilismanna.   

Upplifir þú langvarandi streitu

Hugsanir og viðhorf  hafa áhrif á heilsufarið og það er varla hægt að lifa í nútíma samfélagi án þess að kunna að höndla streitu. Það er gott að þekkja ráð til að sporna við of mikilli og langvarandi spennu og vera vakandi fyrir því þegar streita eykst.

Hvers vegna þarf líkaminn að hafa streituviðbrögð? 

8 ráð fyrir heilbrigða þyngd

1. Hver aðili ber ábyrgð á sinni heilsu en foreldrar bera ábyrgð á heilbrigðisuppeldi barna sinna.  Hvað keypt er í matinn er val og mælt er með því að fólk lesi vel á innihaldslýsingar við matarinnkaup og velji hollt hráefni.   Ýmislegt kemur á óvart t.d. hvað sykur hefur mörg heiti og er í ólíklegustu matvælum (57 nöfn á sykri má finna hér).

8 ráð til að efla varnir líkamans

1.      Fá nægan svefn: Fara í rúmið fyrir kl. 23 til að stuðla að endurnærandi hvíld á hverri nóttu (ráðlagður nætursvefn fullorðinna er 7-8 tímar en lengri fyrir  börn og unglina).  Hér má sjá upplýsingar um svefnvenjur og ráðleggingar til að auka svefn.

Viltu breytingar?

Kröfur um að breyta lífsvenjum geta komið frá ýmsum áttum bæði utanaðkomandi eða af innri þörf, þó er mörgum illa við breytingar.  Sannleikurinn er sá að þú ert þegar að breyta ýmsum atriðum á hverjum degi sem varða þig sjálfa/n  og til að hafa áhrif á umhverfi þitt.  Þetta er þróun sem er stundum meðvituð en getur verið ómeðvituð t.d. vegna áhrifa frá öðrum eða ákveðnum atburðum.

Sumarferð fjölskyldna

Góðar minningar úr bernsku skapast oft í ferðalögum með sínum nánustu. Oft á tíðum verða samskipti enn nánari í þröngum rýmum eins og í bíl eða tjaldi og allir hjálpast að með hin ýmsu hlutverk tengt ferðalaginu. Jákvæðni og þolinmæði þurfa að vera með í ferðinni og gott að ræða málin (miðað við þroska barna) áður en lagt er af stað til að koma með tillögur og heyra hvað börnin hafa áhuga á að sjá og gera. Það má segja að gott ferðalag hefjist með góðum undirbúningi sem eykur tilhlökkun. Hér eru upplýsingar frá Heilsuheilræði ehf.

5 leiðir til að hreyfa sig við skjá

Langvarandi setur hindra hreysti. Vaxandi fjöldi rannsókna sýna að kyrrseta er hamlandi fyrir heilsuna og eykur t.d. líkur á sykursýki 2, hjartasjúkdómum og á að fá krabbamein auk offitu. Þýskir rannsakendur tóku nýlega saman niðurstöður úr 43 rannsóknum með um fjórum milljónum þátttakenda. Þar af voru 68.936 einstaklingar greindir með krabbamein.

Athugar þú hve mikill sykur er í þínu fæði?

Það kemur á óvart hvað mikið af sykri er í matvöru sem almennt er talin vera „holl“. Mælt er með að gefa sykurinnihaldi fæðu meiri gaum þar sem niðurstöður æ fleiri rannsókna sýna hversu skaðleg áhrif neysla sykurs getur haft á heilsufar (t.d. offita, háþrýstingur, sykursýki).

5 ráð til að efla fjölskylduvirkni

Sumir eiga erfitt með að koma líkamlegri hreyfingu inn í sitt daglega líf og er algengasta ástæðan talin vera  „tímaskortur“.  Börnin læra það sem fyrir þeim er haft svo ef foreldrar hreyfa sig reglulega eru börnin líklegri til að velja að hreyfa sig daglega. Þú getur haft áhrif á fjölskyldumeðlimi og vini með að "smita" þá á jákvæðan hátt með þinni hreyfigleði. Þá er um að gera að velja hreyfingu og athafnir sem þið getið gert saman og haft það skemmtilegt.  Gott er að takmarka skjátíma við ákveðinn hámarkstíma á dag.

Pages

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!