Heilsukorn

Daglegar venjur og val um heilsueflingu

Hefur þú sett þína heilsustefnu á blað?  Sumarið gefur mörg tækifæri til að gleðjast og efla hreysti. Nú er um að gera að athuga hvort það er eitthvað í daglegum lífsvenjum sem þig langar til að breyta. Það hefur sýnt sig að hreyfiátök og matarkúrar skila sjaldnast árangri til lengri tíma. Heilsusamlegt líf, hollar venjur og meðalhóf hefur reynst flestum vel. Það er vænlegt til árangurs að finna út hvað passar fyrir mann sjálfan og setja sér heilsumarkmið samkvæmt því.

Hláturinn bætir lífið

Jákvæð áhrif gleði og hamingju eru sterkari áhrifaþáttur á líðan og lífslíkur en neikvæð áhrif af langvarandi veikindum (Guven og Saloumidis, 2009). Lífaldur í heiminum hefur vaxið um 20 ár að meðaltali á síðastliðnum 50 árum. Reikna má með að það séu margir áhrifaþættir á hvað veldur, en á sama tíma sýna rannsóknir að fólk hefur tjáð sig um aukna lífshamingju og gleði yfir þetta tímabil. Í áðurnefndri heimildarrannsókn (2009) um tengsl milli hamingju og dánartíðni er tekið tillit til heimsókna til læknis, greiningar á langvarandi sjúkdómum, sjálfsmats þátttakenda á eigin heilsu ásamt stöðu ýmissa heilsumælinga hjá þeim.

Að njóta líðandi stundar

Núvitund stuðlar að andlegri og líkamlegri vellíðan og gerir okkur kleift að takast betur á við áskoranir og viðfangsefni í lífinu samkvæmt niðurstöðum rannsókna um núvitund (e. mindfulness)  (CDC, 2013). Að vera vel meðvituð um það sem er að gerast á líðandi stundu um leið og  það gerist, án þess að dæma það á nokkurn hátt, er náttúrulegur eiginleiki hugans.

Krabbameinsvarnir karlmanna

Mottumars er frábær vitundarvakning hérlendis til að hvetja karla til að skoða eigin heilsu.  Það væri nú gott að nota tækifærið og víkka heilsu meðvitundina út fyrir krabbamein í blöðruhálsi og  eistum, því krabbamein í ristli og lungum minnka lífslíkur verulega hjá körlum samkvæmt niðurstöðum Krabbameinsskrár Íslands. Það er athyglisvert að dánartíðni karla á ári (2005-2009) er hærri en kvenna vegna ristilkrabbameina ristli  (25 karlar/19 konur), það greinast að meðaltali 10 fleiri karlar en konur á ári með þetta mein.

 

Tíðnitölur krabbameina í körlum 2005-2009.

Hugsum um hjartað GO RED

Sekúndur geta skipt máli, lærðu að þekkja hvernig hjartaáfall, heilaslag eða hjartastopp hellist yfir. Tapaður tími getur verið tapað líf.  Slag kemur skyndilega. Hjartasjúkdómar draga fleiri konur til dauða en allar tegundir krabbameina samanlagt. Í dag eru til meðferðarúrræði sem gætu dregið úr eða fyrirbyggt alvarlegar skemmdir af völdum algengustu orsaka slags ef þú færð hjálp STRAX – eða mjög fljótlega.        

Forvarnardagur hjartasjúkdóma kvenna er á laugardaginn 22.2.2014 GO RED

Ellefu ráð til að efla heilsu og mótstöðu gegn sýkingum

Veljum vellíðan og eflum hreysti með hollum lífsvenjum um leið og við njótum hvers dags. Þitt líf og  þín heilsa er þín ábyrgð og það þarf hvortki að taka langan tíma né mikla peninga en skilar arði til framtíðar.  Hér koma nokkur atriði sem vert er að prufa til að bæta líðan.

1.    Fara nægjanlega snemma í rúmið (t.d. kl. 23:00) til að tryggja góðan svefn á hverri nóttu sem gefur líkamanum tíma og tækifæri til að vinna að sínu viðgerðarferli.  Þó svefnþörf sé mismunandi milli manna og aldursskeiða er ráðlagt að fullorðnir  sofi í um 7-8 tíma. 

Áfengi hefur áhrif á heilsufar

Notkun áfengra drykkja vex jafnan i desember og hjá sumum fer notkunin fram úr hófi yfir hátíðarnar. Veljum að njóta friðsælla jóla með fjölskyldu og vinum.  Hver og einn tekur ákvörðun um sínar venjur sem hefur bein áhrif á heilsufar og líðan fjölskyldunnar. Ýmsum aðferðum má beita í forvörnum til að draga stórlega úr neyslu áfengis og vímuefna, ekki síst meðal barna og unglinga, en fullorðna fólkið er fyrirmyndin. 

Veljum örugg barnaleikföng

Um 40% slysa eiga sér stað í heimahúsum eða í frítíma oftast eru það börn undir 4 ára aldri og aldraðir sem slasast. Nú fara margir að velja jólagjafirnar og þá er gott að stuðla að auknu öryggi. Þegar verið er að velja leikföng fyrir börn er gott að hafa eftirfarandi  atriði í huga til að fyrirbyggja möguleg óhöpp og slys.

 

Kannastu við kvíða

Það er persónubundið hvernig fólk upplifir og höndlar tilfinningar um kvíða og ótta. Kvíði er algeng tilfinning sem flestir finna fyrir einhvern tíma, þó það sé í mis miklu mæli. Það er til dæmis eðlilegt fyrir nemendur á próftímabili að kvíða því að fara í próf, en það getur stundum virkað örvandi til að auka lesturinn. Sumir finna lítið eða ekkert fyrir kvíða meðan aðrir geta upplifað mjög slæm kvíðaköst.

Eitt atriði skiptir mestu máli

Hér er frábært fræðslumyndband sem segir þér það sem þú þarft helst að vita til að efla heilsuna á 9 mínútum. Það er Dr. Mke Evans prófessor sem svarar spurningunni „ Hvaða eina atriði er það allra besta sem þú getur gert fyrir heilsuna?“.  Hér er notuð ný og skemmtileg aðferð sem vekur áhuga og hittir beint í mark. Kíktu á þetta myndband:
http://www.youtube.com/watch?v=aUaInS6HIGo&feature=share

Pages

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!