Heilsukorn

Ellefu ráð til að efla heilsu og mótstöðu gegn sýkingum

Veljum vellíðan og eflum hreysti með hollum lífsvenjum um leið og við njótum hvers dags. Þitt líf og  þín heilsa er þín ábyrgð og það þarf hvortki að taka langan tíma né mikla peninga en skilar arði til framtíðar.  Hér koma nokkur atriði sem vert er að prufa til að bæta líðan.

1.    Fara nægjanlega snemma í rúmið (t.d. kl. 23:00) til að tryggja góðan svefn á hverri nóttu sem gefur líkamanum tíma og tækifæri til að vinna að sínu viðgerðarferli.  Þó svefnþörf sé mismunandi milli manna og aldursskeiða er ráðlagt að fullorðnir  sofi í um 7-8 tíma. 

Áfengi hefur áhrif á heilsufar

Notkun áfengra drykkja vex jafnan i desember og hjá sumum fer notkunin fram úr hófi yfir hátíðarnar. Veljum að njóta friðsælla jóla með fjölskyldu og vinum.  Hver og einn tekur ákvörðun um sínar venjur sem hefur bein áhrif á heilsufar og líðan fjölskyldunnar. Ýmsum aðferðum má beita í forvörnum til að draga stórlega úr neyslu áfengis og vímuefna, ekki síst meðal barna og unglinga, en fullorðna fólkið er fyrirmyndin. 

Veljum örugg barnaleikföng

Um 40% slysa eiga sér stað í heimahúsum eða í frítíma oftast eru það börn undir 4 ára aldri og aldraðir sem slasast. Nú fara margir að velja jólagjafirnar og þá er gott að stuðla að auknu öryggi. Þegar verið er að velja leikföng fyrir börn er gott að hafa eftirfarandi  atriði í huga til að fyrirbyggja möguleg óhöpp og slys.

 

Kannastu við kvíða

Það er persónubundið hvernig fólk upplifir og höndlar tilfinningar um kvíða og ótta. Kvíði er algeng tilfinning sem flestir finna fyrir einhvern tíma, þó það sé í mis miklu mæli. Það er til dæmis eðlilegt fyrir nemendur á próftímabili að kvíða því að fara í próf, en það getur stundum virkað örvandi til að auka lesturinn. Sumir finna lítið eða ekkert fyrir kvíða meðan aðrir geta upplifað mjög slæm kvíðaköst.

Eitt atriði skiptir mestu máli

Hér er frábært fræðslumyndband sem segir þér það sem þú þarft helst að vita til að efla heilsuna á 9 mínútum. Það er Dr. Mke Evans prófessor sem svarar spurningunni „ Hvaða eina atriði er það allra besta sem þú getur gert fyrir heilsuna?“.  Hér er notuð ný og skemmtileg aðferð sem vekur áhuga og hittir beint í mark. Kíktu á þetta myndband:
http://www.youtube.com/watch?v=aUaInS6HIGo&feature=share

Veljum að drekka VATN

Vatn er lífsnauðsynlegt því það sinnir áríðandi hluta líkamsstarfsseminnar og er uppspretta heilsu og vellíðunar. Mannslíkaminn er um 66% vatn og 75% heilans er vatn. Einstaklingur getur lifað án matar í allt að mánuð, en einungis í 5-7 daga án vatns. Hlutverk vatns er meðal annars að flytja úrgangsefni sem verða til við efnaskipti með þvagi úr líkamanum. . Margir taka lyf og eykur það álag á ýmis líffæri svo sem nýru og lifur. Lifrin gegnir mikilvægu hlutverki í afeitrun líkamans. Vatn skiptir þar miklu máli svo líffærin vinni vel.

Sterkari bein

Alþjóðlegur beinverdardagur er í dag 20. október. Rannsóknum á beinþynningu hefur fleygt fram á síðustu áratugum og innlendir sem erlendir rannsakendur hafa stuðlað að umtalsverðum framförum varðandi þekkingu og forvarnir á beinþynningu. Allt fram á síðustu áratugi var beinþynning talin óumflýjanleg og hluti af hrörnunarástandi öldrunar, sem ekkert væri unnt að gera við, en það á ekki við rök að styðjast í dag. En þekkir þú áhættuþætti þessa sjúkdóms?

Ertu vakandi fyrir breytingum

Heilbrigðisvísindin sýna aukna tíðni brjóstakrabbameins. Sinntu sjálfsleit með mánaðarlegri brjóstaskoðun og heimsókn á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins samkvæmt leiðbeiningum. Athugið að bleika slaufan er seld í október til styrktar málefninu.   Hver manneskja þarf að vera meðvituð um eigin áhættu á að fá krabbamein. Aukin þekking hjálpar manni til að skilja hvað liggur að baki og stuðlar að ÁRVEKNI með réttum viðbrögðum til varna.

Staðreyndir um sjúkdóminn:

KYN: 100 sinnum algengara hjá konum en körlum

Sjálfstraust og sjálfsöryggi

Einstaklingur með gott sjálfstraust hefur jákvæðar tilfinningar og trú á sjálfum sér og eigin getu. Viðkomandi býr yfir styrkleika og nægjanlegu sjálfsöryggi til að mynda heilbrigð tengsl og treysta öðrum. Sjálfstraust er færni sem við getum tileinkað okkur og eflt með þjálfun, því það byggir á tilfinningum og hugmyndum sem við höfum um okkur sjálf.  Til að upplifa vellíðan er nauðsynlegt að hafa sjálfstraust og sjálfsöryggi, sem felur í sér að finna að maður er fær um að hafa stjórn á sér við hvaða aðstæður sem er.

Sjálfsumönnun

Sjálfsumönnun felst í athöfnum daglegs lífs til að mæta grundvallarþörfum manns, efla eigin heilsu og fyrirbyggja sjúkdóma. Það er hluti af uppeldi barna og unglinga að kenna þeim að annast um sig miðað við þroska þeirra og getu. Hvert aldursskeið hefur sín verkefni og við lærum svo lengi sem við lifum.

Pages

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!