Heilsukorn

Veljum að drekka VATN

Vatn er lífsnauðsynlegt því það sinnir áríðandi hluta líkamsstarfsseminnar og er uppspretta heilsu og vellíðunar. Mannslíkaminn er um 66% vatn og 75% heilans er vatn. Einstaklingur getur lifað án matar í allt að mánuð, en einungis í 5-7 daga án vatns. Hlutverk vatns er meðal annars að flytja úrgangsefni sem verða til við efnaskipti með þvagi úr líkamanum. . Margir taka lyf og eykur það álag á ýmis líffæri svo sem nýru og lifur. Lifrin gegnir mikilvægu hlutverki í afeitrun líkamans. Vatn skiptir þar miklu máli svo líffærin vinni vel.

Sterkari bein

Alþjóðlegur beinverdardagur er í dag 20. október. Rannsóknum á beinþynningu hefur fleygt fram á síðustu áratugum og innlendir sem erlendir rannsakendur hafa stuðlað að umtalsverðum framförum varðandi þekkingu og forvarnir á beinþynningu. Allt fram á síðustu áratugi var beinþynning talin óumflýjanleg og hluti af hrörnunarástandi öldrunar, sem ekkert væri unnt að gera við, en það á ekki við rök að styðjast í dag. En þekkir þú áhættuþætti þessa sjúkdóms?

Ertu vakandi fyrir breytingum

Heilbrigðisvísindin sýna aukna tíðni brjóstakrabbameins. Sinntu sjálfsleit með mánaðarlegri brjóstaskoðun og heimsókn á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins samkvæmt leiðbeiningum. Athugið að bleika slaufan er seld í október til styrktar málefninu.   Hver manneskja þarf að vera meðvituð um eigin áhættu á að fá krabbamein. Aukin þekking hjálpar manni til að skilja hvað liggur að baki og stuðlar að ÁRVEKNI með réttum viðbrögðum til varna.

Staðreyndir um sjúkdóminn:

KYN: 100 sinnum algengara hjá konum en körlum

Sjálfstraust og sjálfsöryggi

Einstaklingur með gott sjálfstraust hefur jákvæðar tilfinningar og trú á sjálfum sér og eigin getu. Viðkomandi býr yfir styrkleika og nægjanlegu sjálfsöryggi til að mynda heilbrigð tengsl og treysta öðrum. Sjálfstraust er færni sem við getum tileinkað okkur og eflt með þjálfun, því það byggir á tilfinningum og hugmyndum sem við höfum um okkur sjálf.  Til að upplifa vellíðan er nauðsynlegt að hafa sjálfstraust og sjálfsöryggi, sem felur í sér að finna að maður er fær um að hafa stjórn á sér við hvaða aðstæður sem er.

Sjálfsumönnun

Sjálfsumönnun felst í athöfnum daglegs lífs til að mæta grundvallarþörfum manns, efla eigin heilsu og fyrirbyggja sjúkdóma. Það er hluti af uppeldi barna og unglinga að kenna þeim að annast um sig miðað við þroska þeirra og getu. Hvert aldursskeið hefur sín verkefni og við lærum svo lengi sem við lifum.

Ellefu ráð til að efla ónæmisvarnir og draga úr streitu

Hugsaðu vel um hvað það er sem hefur áhrif á þína heilsu og prufaðu þig áfram um hvað passar best fyrir þig til að upplifa vellíðan :-)

1. Hafa svefnherbergið friðhelgan stað og fara snemma í rúmið til að tryggja nægjanlegan svefn á hverri nóttu (ráðlagt að fullorðnir sofi í 7-8 tíma).

2. Forðast að koma sér í aðstæður sem hafa streituvaldandi áhrif. Læra að segja NEI ef álag er orðið mikið. Nota djúpöndun og slökun sem viðbrögð við vaxandi streitu áður en streitueinkenni magnast.

Nægur svefn er mikilvægur

Það er öllum nauðsynlegt að ná góðum nætursvefni til að gefa líkamanum tækifæri til að nærast og ná djúpri endurnýjun sem er ein aðal undirstaðan fyrir andlega og líkamlega vellíðan. Rannsóknir sýna að ólíkt hugmyndum almennings virðist aðaltilgangur svefns ekki endilega vera að hvíla líkamann því hann hvílist með því að slaka á, eða leggjast upp í sófa án þess að sofna. Heldur hallast vísindin fremur að því að tilgangurinn sé aðallega þörf til að endurnæra huga og heila og styrkja ónæmis- og taugakerfið. Jafnframt fær heilinn bæði hvíld og tækifæri til að vinna úr tilfinningum og hugsunum.

Næring miðuð við þörf

Orkuþörf minnkar töluvert með aldrinum eða um allt að 30% þegar efri fullorðinsárum er náð. Ástæðan er aðallega vöðvarýrnun og minni hreyfing. Þörf fyrir vítamín, steinefni, prótein og trefjaefni minnkar hins vegar ekki að sama skapi. Fæða eldra fólks þarf því að vera næringarrík eigi hún að rúma öll nauðsynleg næringarefni í minni fæðuskömmtum. Ef orkuinntakan er ekki næg getur það leitt til langvarandi þreytu, þunglyndis og skerts ónæmis.

Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga:

Fjögur ráð fyrir fína fætur

Það getur komið fyrir hvern sem er að fá þurra fætur og sprungur í hæla. Það getur borgaðs sig að gefa fótunum gaum, fara í fótabað reglulega og jafnvel dekra smá við fæturna með snyrtingu og nuddi. Margir eru berfættir yfir sumarið og sumir lenda í að fá slæman fótaþurrk og sprungur sem jafnvel blæðir úr.  Það eru til ýmsar vörur á markaðnum til að bera á þurra fætur. En ef þú vilt gefa fótum þínum smá tíma koma hér nokkur einföld ráð sem gætu virkað fyrir þig.

Áskorun um að ganga í skólann

Venjumyndun er sterkt afl og þar sem fyrstu dagar skólaársins eru framundan er gott að hafa fjölskyldufund og ræða öruggustu gönguleiðir og af hverju það að ganga er svo nauðsynlegt.

Sýnt hefur verið fram á að morgungangan bætir líðan og námsárangur, dagleg hreyfing er styrkjandi, auk þess hefur það hefur jákvæð samfélagsleg áhrif og dregur úr umferðaröngþveiti við skólana.  Mælt er með að fullorðinn einstaklingur gangi með barninu fyrstu dagana til að auka öryggi.

Pages

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!