Fréttir

Mottumars: Fyrirbyggjum ristilkrabbamein

Ristilkrabbamein er illkynja æxli sem vex í neðsta hluta meltingarvegar (ristill-endaþarmur). Sýnt hefur verið fram á að það megi draga verulega úr líkum á að fá þennan illvíga sjúkdóm með hollum lífsvenjum og mataræði.

Fyrirbyggjum að forspá WHO rætist um 70% fjölgun krabbameinstilfella

Forvarnir eru besta meðferð sem hægt er að hugsa sér. Flest þekkjum við einhvern sem greinst hefur með krabbamein og hefur farið í gegnum eina eða fleiri meðferðir sem geta verið æði misjafnar. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á líðan og hvernig meðferðin gengur.

Eflum tannverndina: Tannverndarvika 2014

Íslenskar rannsóknir sýna að um 15% 12 ára barna og 30% 15 ára unglinga eru með glerungseyðingu á einhverri tönn. Meðal 15 ára unglinga eru 37,3% drengja og 22,6% stúlkna með glerungseyðingu. Glerungseyðing er mjög alvarlegt vandamál, hún er óafturkræf og erfiðara að meðhöndla en tannskemmdir.

Lífsgleði hefur áhrif á líkamlega heilsu

Ný rannsókn sýnir að lífsglatt fólk getur búist við að halda betri líkamlegri heilsu fram á eldri ár. Niðurstöðurnar leiða í ljós að fólk sem er hamingjusamt og hresst er virkara í daglegu lífi og viðheldur líkamlegri heilsu og styrk betur fram á efri ár.

Fyrirbyggjum sykursýki II

Talið er að 1 af 3 hafi sykursýki 2 og jafnvel án þess að vita það. Í dag 14.nóvember er Alþjóðadagur sykursjúkra. Sykursýki II er að mestu áunnið heilsufarsvandamál sem hefur farið vaxandi hér á landi líkt og annars staðar í hinum vestræna heimi. Sykursýki af tegund 2 er talin vera faraldur 21. aldarinnar. Vilt þú taka þátt í að snúa þessari þróun við?  

Það þarf ekki að lækna hraust fólk

Með því að leggja meiri áherslu á heilbrigt líferni en að lækna sjúkdóma væri hægt að spara verulega í heilbrigðiskerfinu, segir Eliz

Sjónvernd

Það er mikils virði að halda í góða sjón. Annar fimmtudagur í október er Alþjóðlegur sjónverndardagur og 15.október ár hvert er dagur hvíta stafsins. Sýnum samborgurum sem eru sjónskertir tillitssemi, virðingu og skilning.

Geðvernd og geðrækt fyrir geðheilbrigði

Ert þú bjartsýn/n eða svartsýn/n að eðlisfari eða hugsar þú lítið um hvernig þér líður andlega? Þú upplifir ekki vellíðan án geðheilbrigði. Nú er upplagt að staldra við og athuga hvort hugsanir þínar séu oftar jákvæðar eða neikvæðar. „Lítur þú á glasið hálf fullt eða hálf tómt“.

Forðumst bakverki

Verkir í baki eru mjög algengir og geta valdið mikilli vanlíðan.  Nýlegar rannsóknir bæta sífellt  við meira af upplýsingum um þetta vandamál en áður og með að hagnýta þekkinguna er hægt að fyrirbyggja að sakaða sig í sumum tilfellum. Byltingarkenndar breytingar hafa orðið á bakmeðferðum og við nálgumst vandamálið á allt annan hátt en áður var. Það sem maður gerir sjálfur við bakverkjunum er venjulega mikilvægast.

Pages

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!