Heilsuheilræði ehf.

Heilsuheilræði ehf  sérhæfir sig í heilsueflandi þjónustu til dæmis með fræðslu um fyrsta, annars og þriðja stigs forvarnir og heilbrigðisráðgjöf hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta til að auka heilsulæsi í samfélaginu. Yfirlit yfir þjónustuna gefur innsýn í fjölbreytileika fræðslufyrirlestra, námskeiða, áhættugreininga, meðferða og eftirfylgni. Hér er um að ræða vandaða heilbrigðisfræðslu sem er byggð á áratuga reynslu og niðurstöðum  rannsókna í heilbrigðisvísindum.

Almenningur hefur aðgang að góðri upplýsingaþjónustu um heilbrigði á heil.is. Þjónustuþegar geta verið áskrifendur fræðsluþjónustu gegnum netið þar sem þeim standa til boða ýmis námskeið til að bæta andlegt og líkamlegt hreysti. Einnig eru hjúkrunarfræðingar tilbúnir að gera heilbrigðisskoðanir og mat, veita persónulega  ráðgjöf og fræðslu miðað við markmið viðkomandi einstaklings. Þjónustuþegar geta einnig sent fyrirspurnir og tekið þátt í netsamskiptahópum. 

Fyrirtækið Heilsuheilræði ehf var stofnað í júní 2011 af  Dr. Sólfríði Guðmundsdóttur. Hún  lauk námi í hjúkrunarfræði frá Hjúkrunarskóla Íslands 1973, kennaranámi frá Kennaraskóla Íslands 1979, B.Sc námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 1986, meistaragráðu sem klínískur sérfræðingur í heilsugæslu- og fjölskylduhjúkrun frá háskólanum í British Columbia í Kanada 1992, framhaldsmeistaragráðu í hjúkrunarstjórnun og upplýsingatækni árið 1995 frá háskólanum í Maryland Bandaríkjunum og doktorsgráðu í lýðheilsu og stjórnun heilbrigðismála árið 2009. Sólfríður hefur víðtæka starfsreynslu en hún hefur unnið við hjúkrunar- og kennslustörf síðastliðin 40 ár. Sem dæmi um störf hennar má nefna verkefnastjórnun hjá Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræðum við HÍ, fræðslustjóri á Landspítalanum, framkvæmdastjóri skólahjúkrunar í Maryland í Bandaríkjunum, skóla- og heilsugæsluhjúkrun hjá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, hjúkrunarkennari, fyrirlesari og  hjúkrunarframkvæmdastjóri á Barnaspítala Hringsins. Nánari upplýsingar um nám og störf hennar má sjá í starfsferilsskrá.

 

Lagalegur fyrirvari Heilsuheilræði ehf.

Efni Heilsuheilræðis ehf. á vefsvæðinu heil.is er aðeins ætlað til fræðslu og upplýsinga.

Upplýsingarnar á vefsvæðinu heil.is  og á námskeiðum á vegum Heilsuheilræðis ehf. koma ekki í stað faglegrar aðstoðar lækna eða annars fagfólks og eru ekki ætlaðar til sjúkdómsgreiningar eða sem meðferðarúrræði heldur til heilbrigðiseflingar.

Heilsuheilræði ehf. leggur ríka áherslu á að notendur sem eiga við sjúkdóma að stríða skuli leita sér læknis og vera í samráði við lækni um meðferð.

Heilsuheilræði ehf. ber ekki ábyrgð á  beinu eða óbeinu tjóni, sem  hljótast kann af notkun eða misnotkun þeirra upplýsinga sem er að finna á vefsvæði heil.is eða á námskeiðum á vegum Heilsuheilræðis ehf.

Allt efni á heil.is lýtur höfundaréttarlögum og reglum, og má á engan hátt dreifa eða framselja án skriflegs samþykkis Heilsuheilræðis ehf.

Heimilt er að afrita efni til eigin nota ef upplýsingar um höfundarrétt eru virtar og heimildar getið. Ennfremur að vísað sé til þess að efnið sé til upplýsingar en ekki til sjúkdómsgreiningar né sem leiðbeinandi um val á meðferð. Afritun efnis af lokuðum vefsvæðum og námskeiðsgögnum er óheimil nema með leyfi Heilsuheilræðis ehf.

Heilsuheilræði ehf. ber ekki neina ábyrgð á efni því sem birt er á umræðusíðum tengdum fyrirtækinu á facebook.com eða annars staðar.

Skoðanir og viðhorf höfunda efnis á heil.is endurspegla ekki endilega skoðanir eða viðhorf eigenda eða starfsmanna heilsuheilræðis ehf.

Verði notendur varir við eitthvað sem betur má fara á heimasíðunni eru þeir beðnir að hafa samband við okkur (heil@heil.is) svo hægt sé að lagfæra það.

Ef ofangreindir skilmálar þykja ekki aðgengilegir af einhverjum ástæðum er viðkomandi beðinn um að yfirgefa vefsvæðið.

© Copyright 2011  Öll réttindi áskilin.

Heilsuheilræði ehf., heil.is.  Heil.is® er skrásett vörumerki.

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!