Samstarfsaðilar

Heilsuheilræði ehf starfar með stofnunum, fyrirtækjum og  fagfólki heilbrigðisstétta sem hefur áhuga á forvarnaþjónustu. 

Til dæmis er samvinna um námskeiðshald við hjúkrunarfræðinga sem eru með viðbótarnám í heilsufræðslu Veljum vellíðan og staðsettir eru víða um landið. Einnig við fólk úr öðrum sérgreinum heilbrigðisþjónustu (t.d. næringarráðgjöf, læknisfræði, sjúkraþjálfun og sálfræði)  eftir verkefnum og þjónustuþörf.

Mynd t.v. er frá fræðslufundi Heilsuheilræða með heilsugæsluhjúkrunarfræðingum í Hafnarfirði árið 2012.

Samvinna um heilsueflingu starfsmanna á ýmsum stöðum hefur skilað mælanlegum árangri, þar má til dæmis nefna að þekking sem mæld er fyrir og eftir átta vikna námskeið Veljum vellíðan skilar árangri hjá öllum þátttakendum á skalanum 0-100 mældist bætingin frá 6 stigum til 37 stiga bætingar á 100 stiga heilsumælikvarða. Meðaltalsbæting einstaklinga á síðasta námskeiði var 15.8 heilsustig sem er verulegur árangur á 100 stiga kvarða.

                                                                                                                                                                                                     Fræðslufundur um heilsueflingu

á Hvolsvelli í október 2011

 

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!