Yfirlit yfir þjónustu Heilsuheilræða ehf.

Heilsufarssaga, skoðun, mat og áhættugreining: Mæld eru helstu atriði sem segja til um heilsufar (t.d. blóðþrýstingur, púls, öndun, líkamsþyngdarstuðull er reiknaður út, mittisummál og fitu% mæld) og rætt um daglegar venjur og almennt heilsufar. Gerð áhættugreining á heildrænni heilsu með viðurkenndu mælitæki þar sem fram kemur hve mörg heilsustigin eru og hvar helstu áhættuþættir fyrir heilsufar eru hjá viðkomandi einstaklingi.

Markmiðssetning og gerð áætlunar til að ná markmiðum: Notað er ákveðið kerfi við markmiðssetningu sem þjónustuþegi   vill setja sér og aðstoð veitt við gerð áætlunar fyrir komandi vikur. Flestir vita hvað þeir vilja gera til að efla heilsuna en gengur misvel að láta verða að því að ná tilætluðum árangri. Þar kemur Heilsuheilræði með ýmis hjálpargögn sem hafa mælanlegan árangursmiley

Heilsufyrirlestrar og námskeið: Kennsla fer fram í kennslustofum eða á netinu. Smelltu á nafnið til að fá nánari upplýsingar um eftirtalin námskeið:

  • Veljum vellíðan. Þetta námskeið er kennt einu sinni í viku í átta vikur. Kenndar eru aðferðir til að bæta andlega, líkamlega, félagslega, samfélagslega og umhverfislega heilsu.
  • Forvarnir sykursýki. Þetta er fimm vikna námskeið um áhættuþætti  og eðli sykursýki 2. Fjallað er um lífsvenjur sem geta hjálpað til við að minnka líkur á að verða sykursjúkur. Einnig eru kenndar aðferðir til að draga úr líkum á að þeir sem hafa forstigseinkenni fái sjúkdóminn. Fyrir þá sem komnir eru með sjúkdóminn er fjallað um  fylgikvilla hans til að stuðla að fyrirbyggingu frekari skaða af völdum sjúkdómsins.
  • Þitt líf, þín heilsa, þín ábyrgð. Þetta námskeið stendur yfir í eitt ár. Hér er farið yfir þá þætti sem skipta máli til að halda góðri andlegri, líkamlegri, félagslegri, umhverfislegri og samfélagslegri heilsu. Þátttakendur hafa persónulegan aðgang að næringar- og hjúkrunarfræðingum sem skipuleggja kennslu með þjónustuþega og gefa leiðbeiningar um persónulega heilsu og úrræði miðað við áætlun.
  • Bætt mataræði - Betri líðan. Námskeið sem leggur áherslu á að hjálpa fólki til að bæta mataræði fyrir betri líðan og heilsu. Kennt er um grunnþætti í næringarfræði og helstu atriði sem skipta máli í heilbrigðu mataræði. Einnig er farið í hvaða þættir hafa áhrif á hvernig við borðum og hvernig lífstíl við veljum
  • Streita og forvarnir. Á þessu námskeiði er fjallað um áhrif streitu á líkamann og hvað við getum gert til að forðast streitu. Kenndar eru slökunaræfingar, ráðleggingar um hvernig við bregðumst við streitu og hvernig við vinnum á streitu.

 

Heilsuheilræði ehf.

Ásakór 3, #503
203 Kópavogur
Sími: 775 6677
heil@heil.is

Heilsufréttir

Vertu áskrifandi að nýjustu heilsufréttum frá okkur og fáðu hvatningu um heilsueflingu senda til þín án kostnaðar.

Skrá mig!